Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Side 30

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Side 30
öllu meira en 1000 krónum, skólar voru langt burtu, jörðin var tæpar tólf ekrur, mamma mjög tæp til heilsu. En orð mömmu var alla tíð ábyggilegra en árituii þjóðbankans, og pabbi — það skal sagt hon- um til ævarandi heiðurs — sagði ekki orð til and- mæla. Það fól í sér þrældóm langra komandi ára fgrir hann. Fótaferð í bítið til að hára hestunum og fara til mjólkurbúsins. Lítill var hann vexti og handleggja- stuttur, skjólurnar þungar og mjólkurvagnarnir hærri en þeir eru nú, strit og gigt og meira strit og meiri gigt. Hef ég nokkru sinni heyrt ólundarorð frá hon- um fyrir þær sakir? Tæplega." Og Munk var sendur í skóla, fyrst í gagnfræða- skólann í Maribo og síðan í lærða skólann í Ny- köbing, og þar skrifaði hann nítján ára gamall fyrsta leikritið sitt, Píiatus. Gekk það lengi og árangurs- laust frá einum útgefanda til annars, en árið 1937 var það prentað sem handrit í nokkrum eintökum. Að stúdentsprófi loknu fór Munk i háskólann i Kaupmannahöfn, las guðfræði og bjó á Garði. Þetta var á fyrstu árunum eftir heimsstyrjöldina, og þótt Munk lifði um þessar mundir g'laðværu og heilbrigðu stúdentalífi og tæki allmikinn þátt í félagslífi jafn- aldra sinna og námsbræðra, gat ekki hjá því farið, að tómleiki og vonbrigði hinna rótlausu eftirstríðs- tíma krefðu mann með jafnalvarlegu lífsviðhorfi margra spurna, enda kennir þess mjög i leikritinu Hugsjónamaður (En Idealist), sem hann skrifaði á stúdentsárum sínum og sýnt var i konunglega leik- húsinu 1928. Leikrit þetta sætti fremur óvægilegum dómum, enda er naumast hægt að segja, að mikið yrði af því ráðið um skáldskaparhæfileika höfund- arins. Að loknu guðfræðiprófi gerðist Munk prestur og settist að í Vedersö á Jótlandi. Varð hann snemma mjög ástsæll af sóknarbörnum sínum og tók sjálfur mikilli tryggð við þau. Hirti hann hvorki um að láta (28)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.