Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Síða 36

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Síða 36
sem herstjórnin tilkynnti opinberlega, að hann hefði farizt, Er óhætt að fullyrða, að sú fregn hafi komið yfir þjóð hans eins og reiðarslag, og jafnvel hér á íslandi munu fáar styrjaldarfréttir hafa snortið al- menning jafndjúpt og bersýnilega. Johan Nordahl Brun Grieg var fæddur í Bergen 1. nóvember 1902, og stóðu að honum merkar og kunn- ar ættir kennimanna, skálda og listamanna. Yar lang- afi hans Johan Nordahl Brun, biskup í Bergen (d. 1816), sem var frægur ræðuskörungur og skáld, en af öðrum nákomnum ættingjum hans má nefna tón- skáldið Edvard Grieg. Nordahl Grieg varð stúdent 18 ára gamall, en fór þá til sjós og var i siglingum um tveggja ára skeið. Sigldi hann m. a. umhverfis Afríku og til Ástralíu og kom loks heim úr þeirri ferð með handritið að fyrstu ljóðabók sinni (Rundt Kap det gode Haab), sem hann gaf út tvítugur að aldri. Næstu tvö árin las hann málfræði við háskól- ann í Oslo, en notaði sumarleyfin til ferðalaga. Fór hann fyrra árið fótgangandi frá Hamborg til Róma- borgar, en seinna sumarið tók hann sér far með spítalaskipi til Finnmerkur og lauk þar við fyrstu skáldsögu sína, Skipið fer leiðar sinnar (Skibet gár videre). Bók þessi vakti mikla eftirtekt, einkum vegna hispurslausra og raunsærra lýsinga úr daglegu lífi farmannanna á hafi og í höfn, og skipaði hinum unga höfundi á bekk með þeim skáldsagnahöfundum hinnar yngri kynslóðar, sem mest varð vænzt af. Eftir þetta stundaði liann um skeið nám i Oxford og skrif- aði þar langa og að mörgu leyti mjög merkilega rit- gerð um Rudyard Kipling og brezka heimsveldið. Var hún seinna prentuð í Norræna timaritinu Edda. Árið 1925 gaf Grieg út nýtt ljóðasafn, Stene i Strömmen, og lauk um sömu mundir prófi við háskólann í Osló. Að prófinu loknu lagði hann enn land undir fót, fór í skíðaferðir suður í Alpafjöllum og komst til Parísar og Grikklands, og í þessu ferðalagi skrifaði hann (34)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.