Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Síða 37
fyrsta leikrit sitt, Ungs manns úsL (En ung manns
kjærlighet, 1927). Leikrit þetta var með allmiklum
æskubrag, og einkum ganga árekstrar og ástriður
persónanna yfir meS meiri hraSa en góSu hófi gegn-
ir. LeikritiS hlaut þó sæmilegar viStökur og var tek-
iS til sýningar í Osló og Kaupmannahöfn.
En meS þessu leikriti er raunar brotiS blaS i
hinni stuttu en furSulega afdrifaríku skáldævi Nor-
dahls Griegs. Fram til þessa er hann fyrst og fremst
ungur maSur, aS vísu óvenjulega gáfaSur og glæsi-
legur, sem vill verSa rithöfundur og hlýtur aS geta
orSiS þaS eins og hvaS annaS, en þegar hann gefur
út næsta leikrit sitt, Barrabas, hálfþrítugur aS aldri,
hittir lesandinn fyrir sér fullorSinn og alvarlegan
mann, rithöfund, sem skrifar í krafti köllunar sinnar,
vegna þess, aS blóSug vandamál samtiSarinnar hafa
snortiS hann eldtungum sínum. Og vissulega var því
þannig fariS. Þegar Nordahl Grieg skrifaSi þetta leik-
rit, hafSi hann, sem blaSamaSur á vegum Tidens
Tegn á uppreisnarárunum í Kína 1926—1927, orSiS
vitni aS þeim hryllilega leik, sem gerSist honum
táknrænn fyrir hrakfarir mannlegs anda i viSureign-
inni viS miskunnarleysiS og ofbeldiS. Barrabas hafSi
gengiS meS sigur af hólmi, og liersveitir hans áttu
fyrir sér aS vaSa yfir enn fleiri lönd og leggja und-
ir sig enn fleiri þjóSir. Og hversu ósennilega kem-
ur þaS oss ekki fyrir i dag, aS þaS skyldi kosta liinn
siSmenntaSa heim svo mörg ár og dýra reynslu aS
átta sig á þeirri lífshættu, sem þá þegar fyllti hinn
unga norska rithöfund hryllingi og angist, og vígSi
hann til þess aS gerast hrópandans rödd í þeim
aumkunarverSa heimi, sem flaut svo hratt og á-
hyggjulítiS aS feigSarósi öll árin fyrir heimsstyrjöld-
ina miklu.
Næst í röSinni eftir Barrabas kom leikritiS Atl-
antshafið (1931), sem er tilraun til sálgreiningar nú-
tímamannsins, vélaaldarmannsins, sem er alinn upp
(35)