Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Blaðsíða 40
ar, leiðtogi hennar og lietja, og hún mun vissulega
ekki gleyma honum. Sagan um þennan ástúðlega
dreng og glæsilega viking mun lifa meðal óborinna
kynslóða, og ljóðin, sem hann orti í útlegð, verða
lesin og sungin meðan norræn tunga er töluð vestan
Kjalar.
IV.
Norðurlönd öll hafa misst mikið við fráfall þessara
tveggja afreksmanna, en þau eru einnig stærri orðin
fyrir að hafa eignazt þá. Báðir áttu þeir í rikum mæli
þá eiginleika, sem vér mundum óska, að yrðu lang-
lífastir með hinum norræna kynstofni, hugprýði,
fórnarlund og frelsisþrá. Eflaust hefur þá sjálfa oft
greint á, og liklega hafa þeir verið næsta ólíkir um
margt i skapgerð og lífsskoðunum, en þvi eftirtektar-
verðari er saga þeirra. Hún sýnir oss, að engin per-
sónuleg sjónarmið eða skoðanamunur getur til lengd-
ar skilið markmið þeirra manna, sem vilja vel og
hafa manndóm til þess að láta einvörðungu stjórnast
af ást sinni á sannleikanum og réttlætinu.
í ágústmánuði 1944.
Tómas Guðmundsson.
Árbók íslands 1943.
Árferði. Fyrstu mánuði ársins var veðrátta um-
hleypingasöm. Allmikil snjóalög voru sums staðar,
einkum á Norður- og Vesturlandi. Vorið var framan
af ákaflega kalt. Voru allmiklar frosthörkur i mai-
mánuði. I lok júlímánaðar snjóaði allmikið i byggð á
Vestfjörðum og viðar. Fyrra hluta sumars voru sæmi-
legir þurrkakaflar, einkum á Suðurlandi, en siðari
hluti sumars var mjög óþurrkasamur, einkum á Norð-
ur- og Austurlandi. Síðustu mánuði ársins var veðr-
(38)