Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Page 42
guðfræðideild Háskóla íslands. 20. jan. voru þessir
menn skipaðir í Viöskiptaráð: Svanbjörn Frimanns-
son (formaður), Gunnlaugur E. Briem (varaform.),
Jón Guðmundsson, Jón ívarsson og dr. Oddur Guð-
jónsson. 26. jan. voru þessir menn skipaðir í Við-
skiptaráð sem varamenn: Björn Steffensen, Einar
Bjarnason, Gylfi Þ. Gíslason, Klemenz Tryggvason og
Sigtryggur Klemenzson. 27. jan. var Sigurður Hlíðar
skipaöur yfirdýralæknir og dýralæknir í Rvík. 16.
febr. var Sveinbjörn Finnsson hagfræðingur skipaður
verðlagsstjóri. 17. febr. voru hagfræðingarnir Gylfi Þ.
Gíslason og Klemenz Tryggvason skipaðir til að taka
sæti i viðskiptaráði, þegar það fjallar um verðlags-
mál. 15. marz var Agnar Kl. Jónsson lögfræðingur
skipaður deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkis-
ráðuneytis íslands. 13. apríl var Magnús Jónsson próf.
skipaður formaður útvarpsráðs. 17. april var Sveion
Björnsson kjörinn ríkisstjóri íslands frá 17. júni 1913
til jafnlengdar 1944. 21. apríl var dr. Þorkell Jóhann-
esson skipaður landsbókavörður. 3. maí var Jóhann
Sæmundsson fyrrv. ráðh. skipaður yfirlæknir Trygg-
ingastofnunar ríkisins. 15. maí var sr. Hermann Hjarí-
arson, Skútustöðum, skipaður sóknarprestur i Eydala-
prestakalli. 18. mai var Finnur Sigmundsson mag. art.
skipaður 1. bókavörður við Landsbókasafnið í Rvik.
í júní var Gissur Bergsteinsson kjörinn forseti Hæsta-
réttar frá 1. sept. 1943 til jafnlengdar 1944. 1 júní var
Jón Kjerúlf skipaður trúnaðarmaður verðlagsstjóra á
Austfjörðum. 10. júní var séra Eiríkur Helgason skip-
aður sóknarprestur í Bjarnanesprestakalli. 10. júní
var cand. theol. Gunnar Gíslason skipaður sóknar-
prestur í Glaumbæjarprestakalli. 10. júní var séra
Ingólfur Ástmarsson skipaður sóknarprestur í Stað-
arprestakalli í Steingrímsfirði. 10. júní var séra Þor-
geir Jónsson skipaður sóknarprestur i Hólmapresta-
kalli í Reyðarfirði. 12. júní var Ólafur Jóhannesson
lögfræðingur skipaður í Viðskiptaráð sem aðalmaður
(40)