Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Side 58
’49. 27. des. 1942 lézt Sig'fús Sigfússon bóndi, Steins-
stöðum, Öxnadal, hálfsjötugur. 16. april 1942 lézt Stef-
án Jónatansson bóndi, ÞórSarstöðum, Fnjóskadal, f.
24. nóv. ’60.]
Náttúra landsins og náttúrurannsóknir. Eldsum-
brota varð ekki vart, og mjög lítið kvað að jarð-
skjálftum.
í ágústmánuði rak nær 900 grindhvali undir Bú-
landshöfða. í nóvember kom hlaup úr Grænalóni, og
olli það miklum vexti í ánni Súlu á SkeiSarársandi.
Hinn 1. des. kom nýr hver upp i gróðurhúsi í Reykja-
koti i Ölfusi og olli nokkrum skemmdum. í desember
varð allmikið tjón i Suðursveit af vatnavöxtum og
skriðuhlaupum. í sama mánuði hljóp skriða úr fjalli
hjá Óspakseyri í Bitru og olli miklu tjóni.
Haldið var áfram að bora eftir heitu vatni á ýms-
um stöðum, t. d. við Húsavík, i Eyjafirði, i Laugar-
dælum og í Ölfusi. Náttúrurannsóknir voru annars
með líkum hætti og áSur.
Próf. Prófi við Háskóla íslands luku þessir menn:
í guðfræSi: Gunnar Gíslason, I. eink. 127% st.,
Sigurður M. Kristjánsson, I. eink. 137% st., Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, I. eink. 126 st.
í íslenzkum fræðum (kennarapróf): Andrés Björns-
son, I. eink. 97% st., Árni Kristjánsson, I. eink. 98%
st., Bjarni Einarsson, I. eink. 99st.
í læknisfræSi: Arinbjörn Kolbeinsson, I. eink. 191
st., Bjarni Konráðsson, I. eink. 172 st., Hannes Þórar-
insson, II. eink. betri 144% st. Haukur Kristjánsson,
I. eink. 147% st., Oddur Ólafsson, I. eink. 158 st.,
Ilagnar Sigurðsson, I. eink. 147% st., Sigmundur Jóns-
son, I. einkunn 173% stig, Stefán Ólafsson, I. einkunn
162 stig.
í lögfræði: Árni Thorsteinsson, I. eink. 216 st., Bene-
dikt Bjarklind, J. eink. 182% st., Brandur Brynjólfs-
son, I. eink. 187% st., Jón Eiriksson, I. eink. 184% st,
Kristján Jónsson, II. eink. betri 173% stig, Ólafur
(56)