Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Síða 60
strendur. Fórust þar 3 menn, en 10 björguðust. 20.
nóv. fórst vélbáturinn „Hilmir“ á Faxaflóa með 11
manns. Nokkrir smærri bátar fórust og á árinu, og
varð þar nokkurt manntjón.
Stjórnarfar og störf Alþingis. Hinn 17. apríl var
Sveinn Björnsson kjörinn ríkisstjóri íslands frá 17.
júni 1943 til jafnlengdar 1944.
Stjórn Björns Þórðarsonar sat að völdum allt árið.
Jóhann Sæmundsson félagsmálaráðh. fór úr stjórn-
inni í apríl, en Birni Þórðarsyni forsætisráðherra var
þá falin meðferð þeirra inála, er félagsmálaráðherra
hafði haft með höndum.Samkomulagstilraunir stjórn-
málaflokkanna um myndun samsteypustjórnar fóru út
um þúfur.
Alþingi það, sem sat um áramótin, lauk störfum í
april. Síðara hluta ársins var Alþingi kvatt saman aft-
ur. Nokkur merk lög, sem samþykkt voru á Alþingi:
Stjórnskipunarlög um breytingu á stjórnarskrá ís-
lands, lög um innflutning og gjaldeyrismeðferð, um
verðlag, um dýrtíðarráðstafanir, um greiðslu íslenzkra
afurða, um orlof, um ættaróðul og erfðaábúð, um bú-
fjártryggingar, um Kennaraskóla íslands, um stofnun
háskólabókavarðarembættis, uin stofnun heilsuhælis
fyrir ofdrykkjumenn.
Á árinu var unnið allmikið að undirbúningi að stofn-
un lýðveldis árið 1944.
Útvegur. Afli var nokkru meiri en árið áður, en
gæftir voru oft mjög stirðar. Þátttaka í útgerð var
nokkru minni en árið áður. Kostnaður við útgerð var
mikill. Hraðfrystihúsum fjölgaði enn á árinu. Voru
þau um 60 í árslok (44 i árslok 1942). Rekstrarkostn-
aður frystihúsa lækkaði nokkuð (umbúðir ódýrari o.
fl.). Nokkru meira af fiski var nú fryst en árið áð-
ur. Saltfisksframleiðsla var litil. Stundaði enginn tog-
ari fiskveiðar í salt. Þátttaka í sildveiðum var nokkru
meiri en árið áður, en veðrátta var ákaflega stirð um
síldveiðitímann. Þó varð heildaraflamagnið á sildveið-
(58)