Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Page 66

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Page 66
fræðinám erlendis, að því fór fjarri, að nægði til að skipa þessi fáu embætti. Fyrir því var það eitt meðal hinna fyrstu mála, sem Jón Sigurðsson, er jafnan var sístarfandi að bætturn hag íslands í þessum efnurn sem öðrum, beitti sér fyrir á alþingi, að sett yrði á stofn læknakennsla í Reykjavík og spítali í sam- bandi við hana. Var hvað eftir annað beðið um það á ráðgjafarþingunum, en það var lengi vel eins og að höggva i stein. Loks kom svo fyrir lempni Jóns Hjaltalíns landlæknis, er næst Jóni Sigurðssyni barð- ist mest fyrir þessu, að honum var leyft að taka upp læknakennslu í svipuðum stil og sú var, er hinir fyrstu landlæknar höfðu haft á hendi. Útskrifaði hann fyrsta lækninn 1863 og síðan 10 í viðbót til 1874 að þvi ári meðtöldu. Raknaði nú svo úr lækna- skortinum, að eigi tókst aðeins að skipa hin gömlu héruð íslenzkum læknum, heldur og smám saman 5 ný læknisembætti, sem loks' tókst að herja út úr stjórninni 1867, hið síðasta þeirra að vísu ekki fyrr en 1874. Auk hinna lærðu lækna stundaði fjöldi ólærðra manna lækningar alla tíð á 19. öldinni, svo nefndir skottulæknar. Var þar, sem nærri má geta, misjafn sauður í mörgu fé, sumir, er nærfærnir voru að eðlis- fari og reynt höfðu að kynna sér þessi fræði eftir föngum, hafa vafalaust orðið mörgum að liði í lækna- fæðinni, en aðrir voru að vísu ófróðir skjalarar, er fengust við lækningar sér til fjár, flökkuðu um hér- uð og' höfðu fé af auðtrúa almenningi. En, hvort heldur sem var, má fullyrða, að miklu fleiri leituðu þeirra en hinna lærðu lækna, sem fæstir áttu kost á að ná til. Þegar kom fram um miðja öldina, hófust hér svo nefndar smáskammtalækningar fyrir for- göngu nokkurra presta norðanlands, og tóku flestir þær upp, þeirra ólærðra manna, er við lækningar fengust, er stundir liðu. Fylgdi þeim sá kostur, að lítt er hugsanlegt, að smáskammtalyfin hafi nokk- (64)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.