Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Qupperneq 67
urn tíma gert sjúklingunum mein, en eins og það er
■algeng't, að sjúklingum batni án lyfjanotkunar, þann-
ig fengu og' margir bata, er þeir notuðu hin áhrifa-
lausu smáskammtalyf, og batinn þá þakkaður þeim,
sem vænta mátti.
Við bænum alþingis og landlæknis um spítala
daufheyrðist stjórnin alla tíð meðan hún ein hafði
tögl og hagldir í fjármálunum, þótt hvað eftir annað
væri sýnt, hve ómissandi spitali væri fyrir lækna-
kennsluna. En 1866 bættist úr brýnustu þörf i þessu
efni, er félag í Reykjavík kom þar upp spitala; þótt
lítill væri og óhentugur, var hann betri en ekki neitt,
en verst var, að við hann var bjargazt lengur en
skyldi og augljóst, að hann stóð lengi i vegi þess,
að reistur væri fullkomnari spítali, er nokkurn veg-
inn svaraði kröfum breyttra tíma. Næsta sjúkrahús
tók til starfa á Akureyri 1872. Voru þessi tvö einu
sjúkrahúsin á landinu 1874 og munu til samans hafa
haft rúm fyrir nál. 30 sjúklinga. Húsnæði beggja
voru gömul íbúðarhús, er gefin höfðu verið i þessu
skyni og' breytt svo, að notandi yrðu. Við hvorugt
sjúkrahúsið voru lærðar hjúkrunarkonur, enda þá
engar til í landinu.
Eitt af störfum þeim, er landlækni voru falin i
erindisbréfi hans (1760), var Ijósmæðrafræ&sla. Eft-
ir að fjórðungslæknar bættust við, var þeim líka
ætluð Ijósmæðrafræðsla, hverjum i sínu héraði. En
jafnan var hinn mesti skortur á ljósmæðrum, enda
launakjör þeirra hin hágbornustu. Ljósmæður í
Reykjavík og Vestmannaeyjum höfðu að vísu sæmi-
leg laun, enda áttu að vera útlærðar frá fæðingar-
stofnuninni í Kh., en allar aðrar Ijósmæður á land-
inu fengu til samans 100 rd. (200 kr.), er átti að
skipta jafnt milli þeirra. Gegnir furðu, að þeim fór
þó stöðugt fjölgandi, þótt hægt færi. 1875 voru þær
71 og laun hverrar um sig 2,81 kr. Hjaltalín land-
læknir heitti sér hvað eftir annað fyrir því að út-
(65)