Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Blaðsíða 70
II.
Þegar á hinu fyrsta löggjafarþingi, 1875, var hafizt
handa um að bæta úr því, sem mest þótti áfátt um
skipun heilbrigðismála. Voru þá sett læknaskipunar-
lög, yfirsetukvennalög, sóttvarnarlög og lög um
stofnun læknaskóla. Skal hér gerS nokkur grein fyrir
þróun þessara mála hvers um sig'.
Svo sem fyrr er getið, hafði þaS loks á unnizt, að
embættislæknum var fjölgað um 5 áriS 1867, svo að
þá voru þeir 13 alls. En svo var mikill skortur lækna
enn, þótt allmikið hefði úr raknað siðan Hjaltalín
hóf læknakennslu sína, aS ekki voru hin nýju læknis-
embætti fullskipuð fyrr en síðla árs 1874. Þrátt fyrir
það gerðu læknaskipunarlögin frá 1875 ráð fyrir 20
héraðslæknum alls, og var þá landlæknir ekki með
talinn, þvi að nú var honum ekki ætlað að þjóna
héraðslæknisembætti líka. Er þessi tala lækna um
það hil hin sama, sem Jón Sigurðsson lagði til á
alþ. 1845 að farið væri fram á. Laun héraðslækna
voru ákveðin 1900 kr. í kaupstaðahéruðunum 5, en
1500 kr. i hinum. Gjaldskrá var i lögunum um
greiðslu fyrir ferðir og nokkur algengustu læknis-
verk. Var hún um flest skorin við nögl. T. d. var
greiðsla fyrir viðtal og skoðun ákveðin 25 aurar, og
þótti sumum of hátt, enda var efnahagur almennings
þröngur, og' gæta verður þess, að verðgildi peninga
var þá meira en nú. —• Þrátt fyrir þessa fjölgun
læknanna bárust alþingi óskir um fleiri lækna þegar
á næstu árum, en varð engum framgengt fyrr en
1883, er sú úrlausn var gerð, að veittur var styrkur
til þriggja svo nefndra aukalækna. Var styrkurinn
700—900 kr. til hvers. Síðan var aukalæknastyrki-
um bætt við á hverju fjárlagaþingi og hver styrkur
hækkaður 1885 upp i 1000 kr. Voru þessir styrkir
orðnir 16, er fé var síðast veitt til þeirra á alþ. 1899.
Á því þingi voru sett ný læknaskipunarlög. Var hér-
aðslæknum þá fjölgað um meir en helming, upp i
(68)