Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Blaðsíða 76
læknar í Reykjavík og einn á Akureyri. Frá 1895
hefur alþ. veitt fé til ferðalaga augnlækna út um
land. Meðan augnlæknirinn var aðeins einn, gat hann
eðlilega ekki komizt yfir nema nokkurn hluta lands-
ins árlega. Seinna var ferðunum og styrknum skipt
milli tveggja augnlækna, og með lögum um augn-
lækningaferðir, er landlæknir gekkst fyrir að sett
voru 1933, var landinu skipt i þrjú augnlækninga-
umdæmi, og sínum augnlækni ætlað hvert til yfir-
sóknar. Hefur þessi skipun haldizt síðan.
Næsta sérfræðigreinin, sem stundaðar voru lækn-
ingar í hér á landi, var eyrna- nef- og hálslækningar.
Var það 1910, er Ólafur Þorsteinsson tók að stunda
þær lækningar i Rv., með styrk frá alþ. og kennslu-
kvöð síðan 1911. Var hann eini sérfræðingurinn í
þeirri grein fyrstu árin, en smám saman bættust
fleiri við, og 1940 stunduðu 7 sérfræðingar lækn-
ingar i þessari grein, 5 i Rv., einn í Hafnarfirði og
einn á Akureyri. 1913 bættust við sérfræðingar í
húð- og kynsjúkdómum (Maggi Júl. Magnús), 1914 í
geislalækningum (Gunnl. Claessen, er þá gerðist for-
stöðumaður Röntgenstofnunarinnar, er hóf starfsemi
sína á vegum háskólans það ár) og 1915 í nuddlæku-
ingum (Jón Kristjánsson). Nú er i Reykjavik einn
sérfræðingur i húð- og kynsjúkdómum, þrír í geisla-
lækningum og þrír í nuddlækningum. Þótt eigi verði
talið, að sérfræðingar i handlækningum væru hér
fyrr en á þessari öld, var þó tekið að fást við hand-
lækningar i stærri stil þegar milli 1880 og 1890,
þrátt fyrir léleg starfsskilyrði. Varð Schierbeck land-
læknir fyrstur til þess, en af honum tóku við Guð-
mundur Magnússon og Guðmundur Hannesson á 10.
tug aldarinnar, og síðan því fleiri sem lengra leið og
sjúkrahús og tæki urðu fleiri og fullkomnari. Nú eru
7 sérfræðingar í handlækningum hér á landi. Auk
þeirra sérfræðigreina, sem þegar hafa venð taldar,
eru nú starfandi sérlæknar í þessum greinum (tala
(74)