Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Síða 77
M. Júl. Magnús, Dr. Gunnl. Claesen,
húðsjúkdómalœknir. yfirlœknir.
læknanna í svigum, taldir bæði embættislæknar og
embættislausir) : í lyflækningum (7), meltingarsjúk-
dómum (3), berklalækningum (5), taugasjúkdómum
(2) , tauga- og geðsjúkdómum (2), barnasjúkdómuin
(3) , kvensjúkdómum og fæðingarhjálp (2) og beina-
og liðasjúkdómum (2).
Tannlækningar, aðrar en tannútdráttur, voru ekki
iðkaðar hér á landi fyrr en eftir 1880. Fyrsti lækn-
irinn, er nokkuð kynnti sér tannlækningar, var Þórð-
ur Thoroddsen. Sótti hann tannlækninganámskeið í
Kh. 1882—83 og fékkst lítils háttar við tannlækn-
ingar eftir að heim kom. Síðar á sama áratug fengust
tveir tannsmiðir við tannlækningar, aðallega i Rv.
1890 tók Vilhelm Bernhöft læknir að stunda tann-
lækningar í Rv., og hafði áður verið við tannlækn-
inganám í Kh. um tveggja ára skeið. Naut hann
styrks frá alþingi, gegn þvi að veita læknaskóla-
stúdentum tilsögn í tannlækningum, og hélzt það,
meðan hans naut við. Fyrsti íslenzkur maður lank
prófi við tannlæknaskóla 1906 (Brynjólfur Björns-
son) og tók þá að stunda tannlækningar í Rv. Síðan
hefur tannlæknum fjölgað smám saman, en eru þó
(75)