Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Side 83
Sæmundur IljarnhéSinssoii, Frú Chr. Bjarnhéðinsson.
ufirlæknir við' holdsveikra-
spítalann.
vera í Reykjavík, meS því aS allar ástæSur voru þá
orðnar svo breyttar, vegna læknafjölgunar og síma-
sambands um allt land, að auðvelt var að vísa skip-
um þangað, hvaðan sem var. Ný sóttvarnarlög voru
sett 1933. Voru þar ákvæði eldri laga endurskoðuð
og sumum breytt, en auk þess voru þar ýmis ný á-
kvæði, og' eru þeirra merkust þau, að lögin skuli
einnig' ná til loftfara, og' að heimilaðar eru ráðstaf-
anir gegn því, að rottur og önnur óþrifadýr berist
á land. — Um sóttvarnir innanlands voru fyrst sett
lög' 189G. Eru þar taldar nokkrar sóttir, er yfirvöld
skulu ætíð verja almenning fyrir, og nokkrar aðrar,
er fyrirskipa má varnir gegn. Lög þessi voru numin
úr gildi 1907 og ný lög sett og í þau teknar litils
háttar breytingar, er á þeim voru gerðar 1901, en
a. ö. 1. voru þar litlar breytingar frá fyrri lögunum.
Meira var vert um þá breytingu, er gerð var 1927,
vegna aukinnar þekkingar þá á smitunarhætti sótta,
að ef maður er eða er grunaður um að vera smit-
beri næmrar sóttar, skuli heimilt að fara með hann
sem væri hann haldinn þeirri sótt. Á alþingi 1933
(81)