Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Síða 93
gerðar hafa verið til lækninga geitnasjúklinga. Veitti
alþingi i fyrsta sinn fé til þeirra 1923 fyrir forgöngu
þriggja lækna (G. Cl., Guðm. Hannessonar og Guðra.
Thor.), og hefur sá orðið árangur, að nú vantar ekki
nema herzlumuninn til þess, að þessi leiði sjúkdóm-
ur verði upprættur til fulls.
V.
Fjórðu lögin varðandi heilbrigðismál, er sett voru
á alþ. 1875, voru lög um stofnun læknaskóla, og
var með þeim bundinn endir á 30 ára baráttu ráð-
gjafarþinganna fyrir innlendri læknakennslu. Einn
fastur kennari var við skólann og tveir aðrir, er
höfðu kennslu þar að aukastarfi, landlæknirinn, er
var forstöðumaður skólans, og héraðslæknirinn í
Reykjavík. Lestraráætlun skólans var miðuð við fjög-
ur ár, prófgreinir 16, og próf í þeim tekið i einu
lagi. Auk prófsins var það skilyrði sett til að fá
embætti, að kandídatar sæktu námskeið við fæðing-
arstofnunina í Kh. og spítala þar missiristíma að
loknu prófi. 1899 var prófinu tvískipt pg námstím-
inn lengdur í 4% ár. Eftir 1890 var smám saman
bætt við aukakennurum. Eftir að Háskóli íslands
var stofnaður 1911 lagðist læknaskólinn niður, en
læknadeild varð ein af fjórum deildum, er þar voru
í fyrstu. Landlæknirinn lét þá af kennslustörfum, en
aðalkennarar urðu tveir (prófessorar) og héraðs-
læknirinn í Rv. og aukakennarar gegndu kennslu-
störfum sem áður. Siðan hefur kennurum læltna-
deildar smám saman verið fjölgað, og voru 1940
fjórir prófessorar og 7 aukakennarar við læknadeild
Háskólans, en héraðslæknirinn í Rv. hefur ekki haft
á hendi kennslu þar siðan 1931. Nú er stytzti náms-
tími í læknadeild 5—6 ár, en margir þurfa lengri
lima. Að loknu prófi þurfa kandídatar að stunda
verklegt framhaldsnám i 12—13 mánuði áður en
þeir fá lækningaleyfi, og er þess áður getið.
(91)