Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Qupperneq 96
málinu haldið vakandi; veitti alþ. nokkurt fé á næstu
árum til undirbúnings, og nefnd var skipuð til að
velja spítalanum stað, annast uppdrátt og gera áætl-
un um kostnað, en úr hömlu dróst, að byrjað væri
á smíð hússins, fyrst vegna ófriðarins og siðan vegna
fjárkreppunnar, er fylgdi í slóð hans. Veitti alþ. fyrst
fé til hennar 1925, en nokkru áður hafði verið byrj-
að á grunni spítalans o. fl. fyrir samskotafé kvenna.
Var smíðinni síðan haldið áfram næstu árin, og var
henni lokið að mestu 1930, svo að Landsspítalinn
gat tekið til starfa þá fyrir árslokin. Var þar 100
sjúkl. ætlað rúm, en smám saman var þeim fjölgað
svo, að 1940 var talið, að þar væri ríflegt rúm fyrir
125, en hefur þó einatt orðið að hafa þar fleiri, þvi
að þótt sumir bæru kvíðboga fyrir því, áður en
spítalinn komst upp, að hann mundi standa hálf-
tómur tímum saman, hefur sú orðið raunin á, að
hann hefur reynzt alltof lítill. Er nú í ráði að stækka
hann, þegar er hægist um aðdrætti efnis frá útlönd-
um. í Landsspítalanum eru þrjár aðaldeildir: lyf-
lækninga- handlækninga- og Röntgendeild, og sinn
yfirlæknir fyrir hverri. Auk þessara þriggja aðal-
deilda eru í spítalanum kynsjúkdómadeild, er sér-
stakur deildarlæknir annast, en telst annars tij lyf-
lækningadeildar, og fæðingardeild, er telst til hand-
lækningadeildar. Enn starfa við spítalann fjórir að-
stoðarlæknar og þrír námskandídatar, enn fremur
augnlæknir og eyrna- nef- og hálslæknir. Yfirlæknar
lyflækningadeildar og handlækninga eru jafnframt
prófessorar við læknadeild Háskólans, hvor í sinni
grein læknisfræðinnar. Þriðji prófessorinn þar er
forstöðumaður Rannsóknarstofu Háskólans. Fyrsti
vísir til hennar komst á fót 1918. Var sú stofnun fá-
skrúðug fyrstu árin, en hefur tekið stórfelldri þróun,
síðan Niels Dungal tók við forstöðu hennar 1926.
Auk læknanna störfuðu um 10 fulllærðar hjúkrunar-
konur við spítalann 1940, undir stjórn yfirhjúkrun-
(94)