Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Síða 97
Próf. Niels Dungal. ÞórSur Sueinsson,
fyrsti yfirlæknir á Kleppi.
arkonu, en hún annast einnig verklega fræSslu hjúkr-
unarnema og yfirljósmóðir fæöingardeildar verklega
fræðslu ljósmæðra, svo sem fyrr er getið. Spítalinn
erTjúinn fullkomnustu tækjum til hvers konar lækn-
isaðgerða, sem hér eru tíðkaSar.
Um aldamótin 1900 voru almenn sjúkrahús, er
störfuðu allt árið, orðin fjögur á landinu, með um
60 rúmum samtals. 1940 voru þau orðin 43 með nál.
730 rúmum, og eru þá ekki með talin holdsveikra-
spítalinn, heilsuhælin, sóttvarnaliúsiS í Rv. né geS-
veikrahæliS. Stærst hinna almennu sjúkrahúsa næst
Landsspitaianum voru sjúkrahús St. Jósefs systra
(120 rúm), Akureyrar (52 rúm) og ísafjarðar (52
rúm/). 10 önnur hafa rúm fyrir 15—40 sjúkl. hvert.
Flest hinna eru lítil sjúkraskýli í sambandi við lækn-
isbústaði, þorri þeirra með tveimur—fimm rúmum,
en fáein með nokkru fleiri.
Fáir eða engir sjúklingar eru önnur eins byrði
fyrir heimili jjau, er þeir dveljast á, og geðveikt fólk
og brjálað, og fám eða engum sjúkl. eru heimilin
jafn ófær til að veita meðferð, er sé í áttina til þess
að vera viöunandi. Samt getur ekki heitið, að það
(95)