Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Side 98
væri nokkurn tíma orðað fyrir aldamót, að nauö-
syn bæri til að sjá þessu fólki fyrir hæli. En 1901
var þvi fyrst hreyft á alþingi, er danskur læknii',
Chr. Schierbeck, er hafði tekið embættispróf við
læknaskólann hér árið áður, bauðst til að koma hér
upp hæli fyrir 16 geðveika menn landinu að kostn-
aðarlausu og vera læknir þess endurgjaldslaust. Tók
þingið tilboðinu og samþykkti lög um stofnun geð-
veikrahælis, en úr framkvæmdum varð ekki, þvi að
læknirinn veiktist alvarlega rétt á eftir og fór al-
farinn af landi burt. En úr þessu féll inálið ekki
niður, og alþ. 1905 samþykkti lög um stofnun geð-
veikrahælis fyrir 40—50 sjúklinga. Tók hælið til
starfa á Kleppi 1907, og var Þórður Sveinsson fyrsti
iæknir þar. Brátt reyndist það langt of lítið, og varð
árlega að synja mörgum um vist þar, þótt mun fleiri
væru teknir en upphaflega var gert ráð fyrir. Var þvi
þegar 1913 hafinn undirbúningur að smið nýs hælis
á Kleppi, en ófriðurinn og fjárkreppan á eftir töfðu
svo að ekki var hafizt handa fyrr en 1926. Var hið
nýja hús tekið til notkunar 1929, og var Helgi Tóm-
asson þar yfirlæknir. Var gert ráð fyrir, að það tæki
80—100 sjúkl. Samt reyndist húsrúm enn of lítið.
Cerði alþingi 1940 hráðabirgða ráðstöfun til nokk-
urra úrbóta, og gert er ráð fyrir, að nýtt hús verði
reist að Kleppi til viðbótar við hælið fljótlega eftir
að ófriðnum léttir, enda þörfin brýn, því að talið er,
að geðveikt fólk, í hælunum og utan þeirra, sem
nauðsyn er á hælisvist, sé nálægt 350.
Enn vantar tilfinnanlega hæli fyrir fávita, en þá i
eru litlu minni vandræði að hafa á heimilum sínum
en geðveikt fólk. Hefur verið rekið lítið fávitahæli
síðan 1930 með nokkrum styrk frá rikinu, og 1936
voru sett lög um stofnun fávitahælis, er ríkið reisi
og reki, en ekki var farið að hefja framkvæmd þeirra
1940.
(96)