Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Qupperneq 99
VI.
Lyfjabúðir voru þrjár á landinu 1874. Sú fjórða
bættist við 1883, en síðan engin til aldamóta; úr þvi
fór þeim svo fjölgandi, að 1940 voru þær orðnar 15.
Þar sem ekki eru lyfjabúðir, annast héraðslæknar
lyfjasöluna, svo sem jafnan hefur verið. Fram til
1921 voru þeir skyldir að kaupa lyf sín hjá ein-
hverjum lyfsalanna, en síðan geta þeir, sem vilja,
látið lyfjaverzlun ríkisins útvega sér þau frá út-
löndum. Síðar var lyfjaverzluninni falið að útvega
sjúkrahúsum lyf, umbúðir og hjúkrunargögn frá út-
löndum án hagnaðar, og 1934 var Rannsóknarstofu
Háskólans heimilað að selja bóluefni og blóðvatn, er
hún framleiðir eða útvegar, svo og lyf gegn sjúk-
dómum, er hún fæst við rannsóknir á. Um réttindi
og skyldur lyfsala gilda enn ævagömul lög og fyrir-
mæli að öðru en því, sem getið er hér að framan og
nokkrum ákvæðum í ýmsum lögum, einkum áfengis-
löggjöfinni og lögum frá 1923 um tilbúning deyfi-
lyfja og verzlun með þau. Landlæknir hefur jafnan
haft eftirlit með relrstri lyfjabúða, en 1940 var skip-
aður sérfróður læknir til að annast þar árlegar eftir-
litsvitjanir.
Lyfsalar fengu alla menntun sina í Danmörku fram
að aldamótum. Eftir það fór að tíðkast, að þeir, er
fengust við lyfjaafgreiðslu, tækju aðstoðarmanns-
próf, en ekki veitti það rétt til annars en að að-
stoða í lyfjabúðum. 1930 var þeirri skipun komið á,
að stúdentar gátu hafið lyfjafræðinám i lyfjabúð-
um hér og tekið fyrri hluta lyfjafræðiprófs, fengið
síðan inngöngu i lyfjafræðingaskólann i Kh. og tekið
fullnaðarpróf þar. Svipuð tilhögun helzt enn, en var
nánar skipað með lögum um lyfjafræðingaskóla ís-
lands 1940.
5
(97)