Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Page 100
VII.
Svo sem getið var í I. þætti, voru engin teljandi
fyrirmæli í byrjun þessa tímabils um eftirlit meS
hreinlæti og hollustuháttum, og hélzt svo fram til
aldamóta að því frá skildu, aS lög voru sett 1890 um
lögreglusamþykktir fyrir kaupstaSina, og í lögreglu-
samþykktum þeim, er þaS ár voru gerSar og á næstu
árum fyrir kaupstaSina 4, sem þá voru i landinu, eru
nokkur fyrirmæli um utanhúss hreinlæti. En 1901
voru sett lög um heilbrigSissamþykktir í kaupstöS-
um, kauptúnum og sjóþorpum. Var þeim breytt lítiS
eitt á Alþ. 1903 og aftur 1905 og þá látin ná líka til
hreppa. Er í lögum þessum bæjar- og sveitarfélögum
heimilaS að setja heilbrigðissamþykktir og kjósa
heilbrigðisnefndir til að annast framkvæmd þeirra.
1940 voru þessi lög endurskoðuð og þeim breytt í
verulegum atriðum. Er veigamesta breytingin sú, að
1'yrirskipaS er, að heilbrigðisnefndir skuli vera í öll-
um kaupstöðum og kauptúnum með yfir 500 íbúa og
heimilað annars staðar, enn fremur, að heilbrigðis-
fulltrúi skuli vera i hverjum kaupstaS. Bæjarstjórn
eða hreppsnefnd semur heilbrigðissamþykkt með
ráði heilbrigðisnefndar. — Fyrir 1940 höfðu verið
settar heilbrigðissamþykktir fyrir 47 bæjar- og sveit-
arfélög.
í flestum heilbrigSissamþykktum munu hafa verið
ákvæði um meðferS og sölu mjólkur og kjöts og fleiri
matvæla. Þar á undan voru engin ákvæði til um efl-
irlit með neinum matvælum. Seinna voru sett sérstök
lög um læknisskoðun á kjöti og um kjötmat, en sú
löggjöf tók framan af aðallega til útflutts kjöts og
var fyrst og fremst sett vegna landbúnaðarins. Lög-
gjöf um mjólkursölu var og fyrst og fremst sett til
stuðnings við landbúnaðinn, en ýmis fyrirmæli eru
þar eða í reglugerðum til tryggingar hollustu og
hreinlegri meðferS mjólkur. Lög um eftirlit með
smjörliki voru sett 1933 og 1935; eru i hinum siðar-
(98)