Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Page 106
inn einkum haft forgöngu um að koma börnum úr
Rv. til sumardvalar í sveit. Til aðhlynningar og vist-
ar fyrir roskið fólk og gamalt hafa verið reist elli-
heimili, hið stærsta i Reykjavík fyrir 15,0 vistmenn,
reist 1922. Enn er mjög margs ógetið, er á einhvern
hátt kemur við heilbrigðismálum, þar á meðal bar-
áttunnar gegn áfengisbölinu. Var hún þegar hafin
um eða skömmu eftir 1874 (séra Magnus Jónsson í
Laufási) með stofnun bindindisfélaga, og að visu
höfðu slík félög risið upp á stöku stað þar á undan,
en orðið jafnan skammlíf og litlu orkað. En fyrir al-
vöru er baráttan hafin, er Good-templara-reglan hóf
starfsemi hér á landi 1884. Breiddist hún ört út um
landið, og sáust þess skjótt merki á viðhorfi al-
mennings gagnvart drykkjuskap og drykkjusiðum.
Áður þótti það enginn vanzi að sýna sig ölvaðan á
almannafæri, og töldu sumir það jafnvel fremd
fremur en hitt, en um og eftir aldamót var svo kom-
ið, að slíkt þótti yfirleitt ósæmandi málsmetandi
mönnum. Síðan hefur baráttunni verið haldið kapp-
samlega áfram og margs konar löggjöf sett, bindind-
isfræðsla verið fyrirskipuð í skólum o. s. frv., en
því miður virðist almenningsálitið nú nokkuð hafa
sveigzt i áttina til hins fyrra horfs; mun menn greina
mjög á um orsakir til þess, en hér hæfir ekki né er
rúm til að ræða um það. Nokkuð er síðan mönnum
var orðin ljós þörfin á drykkjumannahæli, en ekki
var það komið á fót fyrir 1940.
XI.
„Hvað er þá orðið okkar starf“ i heilbrigðismál-
um á tímabilinu 1874—1940? Reynt hefur verið að
lýsa þvi hér á undan, þótt fljótt hafi orðið að fara
yfir sögu og sleppa mörgu, en gleggst sést það, ef
borið er saman, hvernig hag þeirra var háttað byrj-
unarár tímabilsins og lokaár. Fer sá samanburður
her á eftir.
(104)