Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Qupperneq 117
Athugasemd
við grein Sam.Eggertssonar: Úrkomumagn íslands
(Almanak þjóðvinafélagsins 1942).
Flestir eða allir unnendur islenzkrar náttúrufræði
og landafræði, sem lesið hafa greinarkorn hetta eftir
herra Samúel Eggertsson, munu hafa sótt i það hugð-
næman fróðleik um úrkomu og afrennsli hér á landi.
En í útreikningum og áætlunum höfundar á afrennsl-
inu eftir úrkomumagni munu margir sakna þriðja að-
ilans, uppgufunarinnar. Vegna þeirra, sem hafa ef til
vill ekki tekið eftir þessari vöntun, þykir mér rétt,
að á hana sé bent, svo að þeir geti einnig sótt fróð-
leik í greinina og hún villi engan.
Höfundur gerir ráð fyrir því, að allt það vatn, sem
til jarðar fellur í líki regns og snjóar, renni til sjávar.
—- Árlega úrkomu á öllu landinu áætlar hann
100000000000 m3 af vatni og afrennslið af landinu
(þ. e. samanlagt vatnsmagn allra vatnsfalla, sem
renna til sjávar) jafnmikið. —• Sé úrkoman rétt áætl-
uð, er vatnsmagnið áætlað of hátt, vegna þess að
verulegur hiuti úrkomumagnsins gufar upp, áður en
það myndi nokkur vatnsföll. Höf. setur dæmi sitt
þannig upp: úrkoma = afrennsli, en rétt er það
þannig: úrkoma uppgufun = afrennsli. Tvær þess-
ara stærða verður að þekkja, til þess að unnt sé að
reikna út hina þriðju. Hægt er að mæla bæði úrkomu
og afrennsli, og hefur það verið gert í nokkrum lönd-
um með nokkurri nákvðemni. í Noregi, Sviþjóð og'
Finnlandi hefur svo talizt til, að aðeins 45—75%
(misjafnt eftir landshlutum) af vatni því, sem þar
rignir og snjóar, renni til sjávar, en 25—55% gufi
upp.1 * Hér á landi liggja hlutföllin eflaust einhvers
staðár á milli þessara hámarks- og lágmarkstalna
1) Samkv. Ranisay: Geolog. Grunder. Sth. og Helsingf. 4931.
(115)