Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1945, Blaðsíða 124
Stephan G. Stephansson: Bréf og ritgerðir.
Árið 1838 hóf hjóðvinafélagið að gefa út Bréf og rit-
gerðir eftir Stephan G. Stephansson. Upplagið var lítið,
um 16 hundruð eintök ætluð til sölu hér á landi, og fór
mestur hluti þess til fastra áskrifenda að bókum félagsins.
í fyrra var prentað II. hindi þessa verks. Vegna þess
hversu áskrifendum hafði fjölgað síðan 1938, var ekki unnt
að láta bókina koma með ársbókum félagsins, og var hún
þvi seld sér í lagi við mjög vægu verði, 12 kr. bindið, til
þess að gamlir félagsmenn ættu sem hægast með að eign-
ast hana. I. bindi er nú uppselt með öllu og lítið eftir af
II. bindi. Skal því ölium, sem eiga I. bindið eitt, bent á
að láta ekki dragast að kaupa II. biridi meðan kostur er.
Bókin er nú mjög eftirsótt og verður torgæt vegna þess,
hve lítið upplagið er í hlutfalli við tölu þelrra manna,
er safna góðum íslcnzkum bókum, en þar verða bréf
Stephans jafnan í fremstu röð.
III. bindi bréfanna verður prentað að forfallalausu á
næsta ári.
Prófessor Sigurður Nordal kemst svo að orði um bréfin
í formála sínum að útgáfu úrvalsins af kvæðum Stepbans
(Andvökur, úrval, 1939):
„Hið íslenzka þjóðvinafélag hóf í fyrra (1938) út-
gáfu Bréfa og ritgerða Stephans G. Stephanssonar.
Það verður seint fullþakkað dr. Rögnvaldi Péturssyní,
að hann skuli hafa safnað þessum bréfum, áður en
meira eða minna af þeim fór forgörðum, og búið
þau til prentunar, og þjóðvinafélaginu, að það skuii
hafa ráðizt í að gefa þau svo myndarlega út ... ég
hef getað gengið úr skugga um, hve geysimerkileg
heimild bréfin yfirleitt eru um Stephan og kvæði hans.
Ég vil því ekki láta þetta tækifæri ónotað til þess
að hvetja alla, sem Andvökum unna, til þess að ná í
þessi bréf til lestrar. Þau eru allt í senn einlæg og
hispurslaus, efnismikil og spakleg. Það hefur enn
verið of lítið gert til þess að vekja athygli almenn-
ins á þessari útgáfu, sem hiklaust má telja til stór-
viðburða í islenzkum bókmenntum.“