Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Page 27
Tveir brezkir vísindamenn.
Á síðast liðnu vori létust í hárri elli þeir Sir Almroth
Edward Wright og Sir Frederick Gowland Hopkins, er
báðir voru heimskunnir fyrir afrek sín í þágu læknis-
fræði og liffræði og hafa með þeim lagt af mörkum
drjúgan skerf til þeirra miklu framfara, sem orðið hafa
í þessum vísindagreinum, það sem af er þessari öld.
Þeir voru að kalla jafnaldrar, og ekki leið nema rúm-
lega tveggja vikna tími milli andláts þeirra. Annars
voru þeir ólíkir um margt, og aðalstörf sín vann hvor
þeirra á sinu sérstaka rannsóknarsviði, svo að sam-
verkamenn voru þeir ekki nema óbeinlínis, að því
leyti sem störf beggja miðuðu að því að koma í veg
fyrir sjúkdóma og sóttir.
Sir Almroth Edward Wright.
Sir A. E. Wright (frb. ræt) andaðist 30. apríl síð-
ast liðinn i hárri elli. Hann fæddist 10. ágúst 1861 i
smábænum Richmond i Yorkshire á Englandi norð-
austanverðu. Faðir hans var prestur, írskur að ætt, en
móðir hans var sænsk; var faðir hennar N. W. Almroth,
forstjóri peningasláttunnar i Stokkhólmi. Var vin-
fengi með honum og Berzelíusi, efnafræðingnum
heimsfræga. Skömmu eftir að Wright fæddist, fluttist
hann með foreldrum sínum í áttliaga föður síns í
Ulster á írlandi; þar var faðir hans sóknarprestur
um nokkurt skeið, i Belfast, en þó eigi lengi áður hann
fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Dresden á Þýzka-
landi, og dvaldist Almroth Wright lengstum ýmist
þar eða i Boulogne á Frakklandi með foreldrum sínum
fyrstu 9 æviárin. 1870 fluttist fjölskyldan á ný til
Belfast. Stundaði Wright þar menntaskólanám og að
þvi loknu læknisfræðinám við háskólann i Dublin.
(25)