Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Blaðsíða 30
arflug vakti þá og gerði þeim ljóst, að ekki var alla
vizku að finna milli spjaldanna i kennslubókunum,
heldur yrðu þeir, ef um framfarir ætti að vera að ræða
í fræðum þeirra, að „kafa undir yfirborð hlutanna og
leita þar uppi smágervari breytingar en mönnum
væru enn kunnar“. Margir, er síðar urðu ágætir vis-
indamenn, hófu vísindastarfsemi sína í Netley og bárii
menjar hennar alla ævi.
Aðaláhugamál hans þarna varð brátt að leita ráða
til að hefta þann usla, sem taugaveikin gerði þá jafn-
aðarlega á ári hverju meðal almennings, og þó einkum
meðal hermanna á ófriðartímum. Fullum áratug fyrr
hafði Pasteur hugkvæmzt, að unnt væri að gera dýr
og menn ónæm fyrir smitsjúkdómum, og höfðu tilraun-
ir hans til að verja nautgripi fyrir miltisbrandi og
hundbitna menn fyrir vatnsæði þegar borið góðan
árangur. Þá hafði og Haffkine fengizt við tilraunir í
Indlandi til að gera menn ónæma fyrir kóleru, sem þar
er landlæg. Á þessum grundvelli hóf Wright aðgerðir
sínar til varnar gegn taugaveikinni um 1895. Pasteur
hafði notað lifandi, en veiklaða, sýkla til varnar gegn
mitisbrandi, og mænuvef úr sýktum kanínum, er hann
þurrkaði, unz sóttareitrið i honum hafði dofnað svo,
að ekki kom mönnum að sök, til varnar og lækningar
á vatnsæði. Wright hugsaði sem svo, að dauður sýkla-
gróður mundi gera sama gagn, en hefði þann kost, að
vist væri, að aldrei hlytist hættuleg sýking af; en það
fannst honum ekki með öllu ómögulegt, ef lifandi
sýklar væru notaðir, þótt veiklaðir væru. Fann hann
upp ný, hugvitsamleg tæki til að nota við rannsóknir
sínar, er að þessu lutu, og eftir margra mánaða erfitt
starf tókst honum að sýna, að blóðvatn dýra, sem
dauðum taugaveikissýklum var dælt í, sem og blóð-
vatn sjálfs hans og samstarfsmanna hans, eftir að hann
lét dæla sams konar dauðum sýklum í sig og þá, drap
lifandi taugaveikisýkla, engu siður en blóðvatn dýra,
(28)