Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Page 38
sem óprýðir rit Shaws jafnan, er læknisfræðileg efni
ber þar á góma. Geta má þess, að þótt þeir væru vinir,
Wright og Bernhard Shaw, fer því fjarri, að lilutur
Wright’s sé gerður betri í leikritinu en efni standa til.
— Nú er fyrir löngu orðið hljótt um kenningu þessa,
og á síðari árum kannaðist Wright sjálfur jafnvel við,
að „opsonin“-magnið mundi ekki varða jafnmiklu og
hann hélt í fyrstu.
Annað það, er tálmaði því og tafði fyrir, að Wright
og kenningar hans fengju almenna viðurkenningu
starfsbræðra hans, mun hafa verið persónulegs eðlis.
Honum hætti til að gera litið úr vísindaafrekum ann-
arra, og því við búið, að þeir gyldu liltu likt. Ekki
reyndi hann heldur mikið til að samræma þær niður-
stöður, er hann komst að, þeirri þekkingu, sem áður
var fengin. „Hann hafði megna óbeit á hagfræðilegum
útreikningum,“ segir um liann látinn i ritstjórnargrein
í öðru merkasta læknablaði Breta, The Lancet, „og var
i mörgu öðru einstrengingslegur og óþjáll. í sumra
augum var hann eins konar hálfguð; aðrir líktu hon-
um við grenjandi Ijón, er búast mætti við, að stykki
á mann þegar minnst varði og rifi mann á hol; enn
aðrir töldu hann öfugsnúinn uppreistarsegg. En eng-
inn getur nú neitað þeim hollu áhrifum, er hans sjálf-
stæði og sérkennilegi andi hafði, er hann réðst inn í
friðhelgan reit viðurkenndra fræðikenninga og hlóð
vörður til að vísa leið um veglausar auðnir. Oft hafa
þessar vörður orðið til þess að vísa á leiðir, sem hvorki
hann né aðrir áttu von á, og þær hafa verið oss hvöt til
að láta ekki staðar numið.“
Enn töldu sumir það Ijóð á ráði Wright’s, að hann
var ekki við eina fjölina felldur og hafði engu minni
áhuga á heimspekilegum fræðum og félagsmálum en
á læknisfræðinni. Samdi hann og gaf út margar rit-
gerðir og bækur um þessi efni, þar á meðal um at-
kvæðisrétt kvenna, sem hann var andvígur, um or-
(36)