Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Page 45
viðbóíar, scni venjulega vœru í fóðri þeirra og nauð-
synleg væru til þrifa. í erindi, er hann flutti i vísinda-
félagi einu 1906, kom liann fram með þá kenningu
fyrstur manna, að þessi aukaefni, sem væru í venju-
legri fæðu og ómissandi til fullra þrifa og heilsu,
væru sömu efnin sem þau, er kæmn í veg fijrir hörgul-
sjúkdúma. Og ritgerð, er hann skrifaði 6 árum siðar
(1912) i „Journal of Physiology“ og hann nefndi
“Fóðrunartilraunir, er sýna mikilvægi aukaefnanna i
venjulegri fæðu“, telja menn að hafi markað tímamót
í næringarfræðinni, því að hún hafi átt meiri þátt í því
en nokkuð annað að sannfæra málsmetandi menn í
þeim fræðum um, að maðurinn lifir ekki á einni saman
hvítu, fitu og kolvetnum, heldur þurfa þar líka lífræn
viðbótarefni að koma til sögunnar, ef vel á að fara.
Upp frá því, er þessi ritgerð birtist, tók þekkingin á
þessum efnum að vaxa hröðum skrefum, og „tilgátan
um fjörefnin" (vitamínin) bætli brátt að vera tilgáta,
en varð að óyggjandi vissu. Þessi efni tólui að finnast
hvert af öðru ■— hið fyrsta þeirra, sem tókst að finna,
hvernig er saman sett, C-vitamínið eða ascorbinsýruna,
lann ungverski læknirinn Szent Gyorgyi einmitt í
vannsóknarstófnun Ilopkins — og hefur leit að óþekkt-
um fjörefnum og uppgötvunum nýrra fjörefna haldið
áfram allt fram á þennan dag.1) Eftir að þessi rek-
spölur var kominn á, lét Hopkins ekki mikið til sín
taka i umræðum um þessi mál, en mörgum árum
seinna, þegar hin nýja kenning, er hann liafði átt svo
mikinn þátt í að ryðja braut, liafði hlotið viðurkenn-
mgu allra, voru honum veitt Nobels verðlaunin í
iæknisfræði ásamt dr. Eijkman, hollenzka lækninum á
!) Þeim, sein vilja afla sér meiri fræðslu um fjörefnin en hér
erU tök á að veita, skal bent á ritgerðirnar „Æfintýri B-vítamín-
anna“ eftir dr. Gunnlaug Claessen í 1. árgangi tímaritsins Heil-
hl*igt líf og “Vítamin“ eftir dr. Július Sigurjónsson í 4. árgangi
saniu tímarits.
(43)