Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Side 76
nesi, f. 4. ágúst ’55. 17. nóv. 1945 lézt GuSmundur Á.
Eiríksson fyrrv. bóndi á Þorfinnsstöðum, Önundarfirði,
f. 30. okt. ’53. 22. nóv. 1945 lézt Guðrún Pálsdóttir,
Svínafelli, Öræfum, f. 2. marz ’80. 26. des. 1945 lézt
Gunnlaugur Torfason, Akranesi, aldraður. 29. des.
1945 lézt Jóhannes Þorsteinsson, Hnífsdal, 81 árs.
24. des. 1945 lézt Kristinn Vilmundarson, Skúmsstöð-
um, Eyrarbakka, f. 2. febr. ’ll. 19. des. 1945 lézt Magnús
Jónsson bóndi, Engjabæ, Rvík, f. 25. apríl ’88. 27. des.
1945 lézt María Jónsdóttir lmsfr., Eyri, Skötuf., N.-ís.,
f. 12. júli ’69. 9. júli 1945 lézt María Þórðardóttir, Rvik,
f. 31. okt. ’67. 25. des. 1945 lézt Sigurbjörg Sigurðar-
dóttir, ekkjufrú frá Akranesi, f. 16. júli ’57. í október
1945 lézt Tómas Jónsson fyrrv. bóndi á Arnarhóli, V.-
Landeyjum, f. 2. júní 1847. 4. nóv. 1945 lézt Víglundur
Þorgrímsson fyrrv. bóndi á Krossi, Mjóafirði, S.-Múl.,
f. 23. okt. ’78. 17. júni 1944 lézt Vilhjálmur Ásmundsson
fyrrv. bóndi i Vogsósum, Selvogi, f. 17. marz ’73. 16.
nóv. 1945 lézt Þuriður Þórðardóttir, Akranesi, f. 14.
maí ’68.]
Náttúra landsins. í janúar kom hlaup í Súlu, og stóð
það fram í febrúar. Þóttust þá sumir verða varir við
eldsumbrot í Vatnajökli. í ágúst þóttust menn verða
varir við eldsumbrot í jöklinum. Fóru þá nokkrir nátt-
úrufræðingar í leiðangur til Grimsvatna, en urðu ekki
varir neinna eldsumbrota. í nóvember varð vart nokk-
urra jarðhræringa í nágrenni Heklu.
Hinn 4. febrúar olli snjóflóð flóðbylgju í Súganda-
firði utanverðum. Olli hún talsverðum skemmdum á
bryggjum og bátum á Suðureyri. Snemma í ágústmán-
uði ollu flóð, er stöfuðu af stórrigningum, miklu tjóni
í Eskifjarðarltauptúni og viðar á Austfjörðum. Hinn 16.
og 17. sept. geisaði fárviðri um mikinn hluta Vestfjarða.
Urðu þá mikil spjöll á hafnarmannvirkjum í Bolunga-
vik. Hinn 24. og 25. sept. geisuðu ofviðri og stórrign-
ingar víða á Norðurlandi. Ollu þá skriðuföll miklu tjóni
(74)