Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Page 78
Hinn 26. október voru þessir menn gerðir heiðurs-
doktorar við Háskóla íslands: dr. Arne Möller og séra
Friðrik Friðriksson, útnefndir af guðfræðideild, Didrik
Arup Seip prófessor og Sir William Craigie, útnefndir
af heimspekideild, og Þorsteinn Þorsteinsson hagstofu-
stjóri, útnefndur af laga- og hagfræðideild.
Meðal íslendinga, sem lokið hafa prófi erlendis á
undanförnum árum, eru þessir:
Ágúst Sveinbjörnsson frá Kotliúsum í Garði lauk
seint á stríðsárunum prófi i efnafræði við háskólann í
Madison, Wisconsin. Benedikt S. Gröndal frá Reykjavík
lauk í júní 1946 prófi i sögu við Harvardháskóla. Bjarni
Jónsson frá Geitabergi lauk 1946 prófi i stærðfræði við
Berkeleyháskóla í Californiu. Björn Bjarnason frá
Bolungavík lauk 1945 prófi í stærðfræði við Kaup-
mannahafnarháskóla. Björn Halldórsson frá Hvann-
eyri lauk í nóvember 1946 prófi í hagfræði við Har-
vardháskóla. Bragi Steingrímsson frá Akureyri lauk
1946 prófi í íþróttavisindum við háskólann í Minnea-
polis. Einar Ragnarsson Kvaran frá Rvík lauk í stríðs-
lok prófi í verkfræði við Berkeleyháskóla. Guðmundur
Arnlaugsson frá Reykjavík lauk árið 1942 prófi
i stærðfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Gunnar J.
Norland frá Rvík lauk á stríðsárunum prófi i ensku og
frönsku við háskólann í Winnipeg. Halldór Grimsson
frá Rvík lauk 1946 prófi i efnafræði við háskólann í
Lundi. Helgi H. Bergs frá Reykjavík lauk á stríðsár-
unum prófi í efnaverkfræði i Khöfn. Hilmar Krist-
jónsson frá Reykjavik lauk á slriðsárunum prófi i fisk-
veiðaverkfræði i Bandaríkjunum. ívar Daníelsson frá
Reykjavík lauk 1946 prófi í lyfjafræði i Bandarikjun-
um. Jóhannes Bjarnason frá Reykjum i Mosfellssveit
lauk á stríðsárunum prófi í landbúnaðarvélaverkfræði
i Toronto í Kanada. Jón Jónsson frá Reykjavík lauk í
árslok 1946 prófi i fiskifræði við Oslóarháskóla. Jónas
Haralz frá Rvík lauk í striðslok prófi í hagfræði við
(76)