Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Side 79
Stokkhólmsháskóla. Oddný Stefánsson frá Reykjavik
lauk 1944 prófi í viðskiptafræði við háskólann i
Minneapolis. Sigurður Jónsson frá Flatey, Breiða-
firði, lauk á stríðsárunum prófi í lyfjafræði við há-
skólann í Madison, Wisconsin. Sölvi H. Blöndal frá
Reykjavik lauk á stríðsárunum hagfræðiprófi í Sví-
þjóð. Tryggvi Jóhannsson frá Reykjavík lauk 1945 prófi
i vélaverkfræði við verkfræðingaskólann i Þrándheimi.
Unnsteinn Stefánsson frá Reyðarfirði lauk 1945 prófi
i lífrænni efnafræði við háskólann í Madison, Wiscon-
sin. Valborg Sigurðardóttir frá Reykjavik lauk 1945
prófi í barnasálarfræði i Bandaríkjunum. Þór Guð-
jónsson frá Reykjavík lauk á stríðsárunum prófi í
fiskifræði við háskólann í Seattle. Þórhallur Hall-
dórsson frá Hvanneyri lauk 1946 prófi í mjólkurfræði
við liáskólann i Madison, Wisconsin. [í næstu árbók
verður reynt að veita frekari upplýsingar um próf ís-
lendinga erlendis á undanförnum árum.]
Hinn 6. júní 1946 lauk Benjamín Eiriksson frá Hafn-
arfirði doktorsprófi í hagfræði við Harvardháskóla.
Fjallaði doktorsritgerð hans um orsakir breytinga á út-
lánsvöxtum banka og áhrif breytinganna á atvinnulif
þjóðanna.
Ólafur Lárusson prófessor var 7. mai gerður heiðurs-
doktor við Oslóarháskóla [Hinn 3. sept. 1945 var Páll
ísólfsson tónskld gerður heiðursdoktor við Oslóar-
háskóla.]
83 stúdentar útskrifuðust úr Menntaskólanum í
Reykjavík. Fjórir þeirra hlutu ágætiseinkunn, Guðrún
Jónsdóttir 9,17, Kristín E. Jónsdóttir 9,09, Halldór H.
Hansen 9,01 og Guðmundur Magnússon 9,00. Mennta-
skólinn átti 100 ára afmæli á árinu, og var þess minnzt
með glæsilegum hátíðahöldum 16. júni og aftur 1.
október um haustið.
Úr Menntaskólanum á Akureyri útskrifuðust 50
stúdentar. Hæsta einkunn hlaut Hreinn Benediktsson,
(77)