Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Síða 82
sóknarfl. 15 429 atkv. og 13 þingm. (1942 15 869 atkv.
og 15 þingm.), Sósíalistafl. 13 049 atkv. og 10 þingm.
(1942 11 059 atkv. og 10 þingm.), Alþýðufl. 11 914 atkv.
og 9 þingm. (1942 8455 atkv. og 7 þingm.).
Útvegur. Heildaraflinn varð 328 512 tonn (árið áður
283 069 tonn). ísfiskveiði var 87 900 tonn (árið áður
156 400). ísfiskur féll í verði. Hraðfrystur fiskur var
73 100 (árið áður 59 800), saltfiskur 31 700 tonn (árið
áður 3,300), niðursoðinn fiskur 800 tonn (árið áður
300), harðfiskur 700 tonn (árið óður 1800). Fiskur
seldur til neyzlu innanlands var um 2500 tonn (árið
áður 2300). Síldaraflinn var 131,700 tonn (árið áður
59 200). Síldveiðin norðanlands brást að allverulegu
leyti, en óvenjulega mikið veiddist af Faxasíld. Af
síldaraflanum fóru 105 500 tonn í bræðslu, 20 900 i
söltun, hitt var aðallega fryst til beitu. ísfiskur var
fluttur út á árinu fyrir 62 millj. kr. (árið áður 103.6
millj kr.), freðfiskur fyrir 61 millj. kr. (árið áður 63.6
millj. kr.), lýsi fyrir 28.5 millj. kr. (árið áður 32.7
millj. kr.), saltsild fyrir 28 millj. kr. (árið áður 17.1
millj. kr.), sildarolia fyrir 26.8 millj. kr. (árið áður
13.5 millj. kr.), óverkaður saltfiskur fyrir 17.8 millj.
kr. (árið áður 0.7 millj. kr.), sildarmjöl fyrir 8. millj.
kr. (árið áður 2.4 millj. kr.), fiskmjöl fyrir 4.1 millj.
kr. (árið áður 1.4 millj. kr.), niðursoðinn fiskur fyrir
2.9 millj. kr. (árið áður 1 millj. kr.), söltuð hrogn fyrir
2.7 millj. kr. (árið áður 2.9 millj. kr.), saltfiskur í
tunnum fyrir 1 millj kr. (árið áður nær enginn út-
flutningur). — Margir vélbátar, sem smíðaðir voru
fyrir Islendinga i Svíþjóð, komu til landsins á árinu.
I brezkum skipasmiðastöðvum var unnið að sniið
margra togara fyrir íslenzka flotann, en enginn þeirra
kom til íslands fyrir árslok. Nýbyggingarráð úthlut-
aði í júlí 9 þessara togara til kaupstaða landsins.
Ýmsar tilraunir voru gerðar með nýjungar í fiskveið-
um, t. d. sams konar sildveiðiaðferðir og tiðkast við
(80)