Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Page 85
stöðum á Vestfjörðum, t. d. í Drangsnesi, ísafirði og
Patreksfirði. Núpsskóli var stækkaður. Gistihús var
byggt í Reykhólasveit. í Kolviðarnesi í Hnappadals-
sýslu var byggð vönduð sundlaug. Lokið var bygg-
ingu húsmæðraskólans við Stafholtsveggjalaug í
Mýrasýslu (Varmalandsskóla). Virkjun Andakílsár-
fossa var langt komin. Unnið var að lagningu há-
spennulína frá Andakílsárfossum til Borgarness,
Hvanneyrar og Akraness. Vatnsveita var lögð til
Hvanneyrar úr Skeljabrekkufjalli.
Um byggingu verksmiðja og aðrar framkvæmdir í
iðnaðarmálum er nokkuð getið í kaflanum um iðnað.
Unnið var að hafnargerð og endurbótum á hafnar-
mannvirkjum á Akranesi, Ólafsvík, Grafarnesi í
Grundarfirði, Stykkishólmi, Flatey á Breiðafirði,
Þingeyri, Suðureyri í Súgandafirði, Bolungavík,
Hvammstanga, Skagaströnd, Ólafsfirði, Dalvík, Flatey
á Skjálfanda, Húsavík, Bakkafirði, Neskaupstað,
Stöðvarfirði, Breiðdalsvik, Stokkseyri, Eyrarbakka,
Sandgerði, Keflavík og Vogum. Miltlar endurbætur
voru gerðar á slippnum í Rvik. Stór dráttarbraut var
fullgerð í Neskaupstað. Talsvert var um framkvæmdir
í vitamálum. M. a. var reistur radíóstefnuviti í Vík í
Mýrdal.
Unnið var með mesta móti að vegagerð, og voru
víða notaðar stórvirkar vélar. Enn var unnið að Hafn-
arfjallsvegi og nokkuð á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum
var unnið að Kleifaheiðarvegi, Rafnseyrarheiðarvegi
milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og Óshlíðarvegi
milli Bolungarvíkur og Hnífsdals. Þorskafjarðarheiðar-
vegur var opnaður fyrir umferð í september, og hafði
þá verið unnið að Jionum í sjö ár. Er nú bilfært frá
Reykjavík til Arngerðareyrar. Unnið var að vegi yfir
Bitruháls í Strandasýslu. Að Norðurlandsvegi var unn-
ið í Húnavatnssýslu, á Vatnsskarði, í Skagafirði og á
Öxnadalsheiði. Er unnið að því að hlaða allan Norð-
(83)