Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Page 88
10.5 millj. kr. (árið áður enginn útfl.), til Frakklands
8.7 millj. kr. (árið áður 13.7 millj. kr.), til Tékkó-
slóvakíu 8.5 millj. kr. (árið áður enginn útfl.), til Ítalíu
0.5 millj. kr. (árið áður enginn útfl.), til Færeyja 4.2
millj. kr. (árið áður 0.3 millj. kr.), til Hollands 2.8 millj.
kr. (árið áður 1 millj. kr.), til Noregs 1.8 millj. kr. (árið
áður 2.6 millj. kr.), til Sviss 1.5 millj. kr. (árið áður nær
enginn útfl.), til Finnlands 1.4 millj. kr. (árið áður
enginn útfl.). Nokkur útflutningur var og til Belgíu,
Póllands, Irlands, Þýzltalands og Brasilíu.
Verzlunarjöfnuður var mjög óhagstæður. Verðmæti
innflutlra vara nam 443.3 millj. kr. (árið áður 319.8
millj. kr.), en verðmæti útfluttra vara 291.4 millj. kr.
(árið áður 267.5 millj. kr.). Innieignir bankanna er-
lendis voru um 217 millj. kr. í árslok (um 467 millj. kr.
i árslok 1945).
Mikilvægustu innflutningsvörur vöru trjávörur, vél-
ar, málmar, skip, bilar, flugvélar, álnavara og fatnaður,
kornvörur, sement, kol, oliuvörur, pappírsvörur, skó-
fatnaður, ávextir, sykurvörur, tóbaksvörur, lyf, gler-
vörur og áburðarvörur. Trjávörur voru aðallega keypt-
ar frá Norðurlöndum, Sovétsambandinu, Bandarikjun-
um og Kanada, vélar og málmar einkum frá Bretlandi,
Bandaríkjunum, Svíþjóð og Danmörku, skip frá Svi-
þjóð, bílar og flugvélar frá Bandarikjunum og Bret-
landi, álnavara frá Bretlandi, kornvörur frá Kanada
og Bandaríkjunum, sement, kol og olía mest frá Bret-
landi, pappírsvörur frá Bandaríkjunum, Bretlandi,
Kanada og Norðurlöndum, skófatnaður, ávextir, sykur-
vörur og tóbaksvörur mest frá Bandaríkjunum, lyf frá
Bretlandi, Bandarikjunum og Danmörku, glervörur frá
Bretlandi og Bandarílcjunum, áburðarvörur frá Noregi,
Bandarikjunum og Kanada.
Verðmæti ísfisks og freðfisks hvors um sig nam um
21% af verðmæti heildarútfutningsins (árið áður nam
verðmæti ísfisks um 39%, en freðfisks um 24% af
(86)