Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Qupperneq 89
heildarútflutningnum). Aðrar mikilvægar útflutnings-
vörur voru lýsi, saltsild, síldarolia, saltfiskur, gærur,
ull (og lopi), síldarmjöl, freðkjöt, fiskmjöl, niðursoð-
inn fiskur og söltuð hrogn. ísfiskur var nær allur seld-
ur til Bretlands. Freðfiskur var mest seldur til Sovét-
sambandsins, en auk þess allmikið til Bandaríkjanna,
Tékkóslóvakíu, Frakklands og Bretlands. Lýsi var
langmest selt til Bandaríkjanna, en auk þess nokkuð til
Bretlands, Danmerkur o. fl. landa. Saltsíld var mest
seld til Svíþjóðar og Sovétsambandsins, en einnig
nokkuð til Bandaríkjanna, Danmerkur og F'innlands.
Síldarolian var seld til Bretlands og Sovétsambandsins.
Saltfiskur var mest seldur til Grikklands, en nokkuð
til Ítalíu, Svíþjóðar, F'rakklands, Bretlands o. fl. landa.
Saltaðar gærur voru aðallega seldar til Bretlands, en
sútaðar mest til Danmerkur. Ullin var seld til Bretlands,
Ítalíu og Danmerkur. Síldarmjölið var selt til Bret-
lands, Bandaríkjanna og Hollands. Freðkjötið var allt
selt til Bretlands. Fiskmjöl var selt til Sviss, Bandarikj-
anna og nokkurra fleiri rilcja. Niðursoðinn fiskur var
seldur til Bandarikjanna og Tékkóslóvakíu, en söltuð
hrogn aðallega til Frakklands og noltkuð til Svíþjóðar.
Gengi íslenzkrar krónu gagnvart sterlingspundi og
Bandaríkjadollar hélzt óbreytt. Vísitala framfærslu-
kostnaðar var i ársbyrjun 285 stig, en i árslok 306 stig.
[Ýmsar af tölunum um búnað, útveg og verzlun eru
bráðabirgðatölur, er kunna að breytast lítið eitt, þegar
endanlegar skýrslur eru fyrir hendi.]
Vinnumarkaður. Eftirspurn á vinnuafli var yfirleitt
mikil eins og að undanförnu. Sefuliðsvinnu lauk með
öllu í maímánuði. Margt útlent verkafólk fluttist enn til
landsins, einkum Danir og Færeyingar. Sumt af þessu
fólki hvarf þó aftur eftir fárra mánaða dvöl. Atvinnu-
leysi ,var ekkert i Rvík, og var hörgull á mönnum til
byggingavinnu og á iðnlærðum mönnum i ýmsum
greinum. Nokkurt atvinnuleysi var i sumum útgerðar-
(87)