Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Blaðsíða 91
sem laglegast og skemmtilegast fyrir augað.“ Þessi um-
mæli hafa þótt rætast. Með starfi sínu lagði Sigurður
Guðmundsson í raun og veru hyrningarsteininn undir
listræna leiklistarviðleitni á Islandi. Hann málaði ekki
aðeins hin fegurstu leilttjöld, sagði fyrir um búninga
leikenda og andlitsgervi, heldur liafði hann hönd í
bagga um alla leikstjórn og hvatti ung skáld til að
semja þjóðlega sjónleika. Fyrstu leikrit þeirra Matthías-
ar Jochumssonar og Indriða Einarssonar voru sýnd á
þessu tímabili, „Útilegumennirnir" 1862, „Nýársnóttin"
1871 og „Hellismenn" 1873. Áhrif Sigurðar á þessi tvö
skáld eru kunn af sjálfsævisögum þeirra.
Nokkru áður en Sigurður dó, tók hann saman, hve
mörg leikrit hefðu sýnd verið í Reykjavík á árunum
1858—1872. Yfirlitið er liripað niður með blýant á
lausan miða, sem er með bréfum lians og teikningum í
vörzlu Þjóðminjasafns. Á miða þessum eru nöfn á 35
leikritum og voru þau öll, að þremur undanteknum,
frumsýnd á árunum 1858—1872. Nú má bæta við á
listann 4 leikritum, sem sýnd voru eftir 1872, og verða
þá leikritin samtals 36, sem frumsýnd voru á timabilinu
1858—74, en 38 talsins, þegar með eru talin tvö leikrit,
„Erasmus Montanus“ og ,,Pakk“', sem bæði voru frum-
sýnd áður, en sýnd öðru sinni á árunum 1858—74.
Fyrirsögn um sýningu nær allra þessara leikrita hafði
Sigurður Guðmundsson á hendi. Þeir sem léku, hvort
heldur prestaskólamenn eða skólapiltar, leituðu ráða
hjá honum, en liann var lifið og sálin i félaginu, sem
hélt uppi sjónleilcum þessi árin. Það var „Leikfélag
andans“, sem síðar var nefnt „Kvöldfélagið“, leyni-
félag, stofnað veturinn 1860 af prestaskólamönnum og
nokkrum öðrum ungum mönnum, „er ofannefnt ár léku
komediu í Reykjavík“. Forustumenn þessa félags, auk
Sigurðar, voru þeir Helgi E. Helgesen, siðar barna-
skólastjóri, og Eiríkur Magnússon, siðar bókavörður í
Cambridge. Naut hins síðarnefnda skamma stund i
(89)