Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Blaðsíða 93
Sigurflur Pétursson,
sýslumaður.
Sigurður Guðmundsson,
málari.
Grímssyni á Mosfelli, að „öll gullin í íslenzkum leik“
urðu ekki:
Tom fokstra af fjarlægu landi,
sem falla liér visin og bleik.
Þó menn kunni að líta smáum augum leikritin:
„Sperðil“, „Brand“, „Slaður og trúgirni", „Narfa“,
„Skammkel", „Álf á Nóatúnum" og „Bónorðsförina“, þá
verða þau samt ávallt sú undirstaða, sem þjóðleg ís-
lenzk leiklist byggist á. Sigurður Guðmundsson málari
vissi vel, hvað hann söng, þegar hann hvatti unga
menntamenn til að rita þjóðleg íslenzk leikrit. Hann
var að byggja upp íslenzka leikhúsið. Tveir af læri-
sveinum hans, Matthías Jochumsson og Indriði Einars-
son, lögðu fram sinn skerf. Þeir sömdu sitt þjóðlega
leikritið hvor: „Útilegumennina" (Skugga-Svein) og
„Nýársnóttina“.
Á hina höndina eru erlendu áhrifin. Það er alltof
langt mál að telja hér fram allt það, sem bendir til
kynningar íslendinga fyrr á öldum af erlendri leiklist.
Lærðir menn islenzkir, sem utan fóru, komust ekki hjá
(91)