Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Page 95
Sr. Matthías Jochumsson. Indriði Einarsson,
skáid. skáld.
í Hólavallarskóla er þess getið, að „Pernilles korte
Frökenstand" eflir Holberg hafi verið leikiS á dönsku
á Bessastöðum hjá Vibe amtmanni. Næst er leikið á
dönsku í Reykjavík á jólum 1813 og þá aftur annar
Holbergsleikur, „Jacob von Thyboe“. í sama skipti var
,,Narfi“ sýndur. Fyrir þessum leikum gekkst Bjarni
Thorarensen, en meðal leikenda var Rasmus Kristján
Rask, og samdi hann eftir þetta snjalla staðfærslu á
íslenzku upp úr „Jean de France“, sem hlaut nafnið
„Jóhannes von Hálcsen", en hefur ekki verið sýnd, enda
ófullgerð. Skólapiltaleikarnir um „hinn svaðalega og
hrekkvísa lireppstjóra“ Álf úr Nóatúnum urðu til á
skóladögum Jónasar Hallgrímssonar. Má m. a. lesa
um þá í bréfum Tómasar Sæmundssonar. Leiksýning-
ar voru þetta ekki í venjulegum skilningi, heldur höfðu
piltar sér það til gamans að leika þetta upp úr sér í
svefnlofti sínu. Leikar Sigurðar Péturssonar voi’u
sýndir enn einu sinni í Reykjavík 1819—20, og hafði
Bjarni Thorarensen assessor forustu fyrir þeim sýn-
ingum. En nú koma danskir valdsmenn aftur tii sög-
(93)