Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Blaðsíða 98
léku í leikritunum. Enginn skortur virðist hafa verið
á þeim, og segir Sigurður, að það sé undrunarvert, hve
langt þeir komust „og þeir jafnan lengst, sem aldrei
hafa séð leikið áður.“ En hitt stóð leiklistinni fyrir
þrifum, að hún átti hvergi höfði sínu að að halla.
Og nú tóku þeir félagar það til bragðs, sem lengi
verður í minnum haft og áhrif hafði á gang málanna
allt til þess, er Leikfélag Reykjavíkur var stofnað 1897.
Eftir leikina veturinn 1865—66 stofnuðu þeir sjóð og
gáfu auk þess „leikáhöld sín, tjöld, fatnað, vopn og
Coulisser til Reykjavíkurbæjar þannig, að þeir, sem
eftirleiðis léki hér slíka leiki, hefði frjáls afnot þess-
ara muna“. Gjafabréfið er dagsett 30. maí 1866 og undir
það rita: Sigurður Guðmundsson, Helgi E. Helgesen,
Þorvaldur Stephensen, Jón A. Hjaltalín og Lárus Þ.
Blöndal. Allir þessir menn voru félagar i Kvöldfélag-
inu, eða Leikfélagi andans, eins og það hét fyrstu árin,
og vafalaust er, að þetta merkilega félag hefur átt þátt
í þessu, eins og svo mörgu öðru, sem til framfara
horfði. í gjafabréfinu segir:
„Vér, sem leikið höfum í þetta skipti, erum gagn-
teknir af hinni sömu hugsun (að leikir, bæði gleði- og
sorgarleikir, hafi menntandi áhrif á þjóðirnar, um leið
og þeir gefa mönnum saklausa skemmtun), og þeirri
ósk, að leikir þessir mætti eigi falla niður, heldur efl-
ast hér, ef unnt væri, og höfum vér því gefið leikáhöld
þau og fatnað, sem vér höfum orðið að búa til í þetta
skipti til hins sama augnamiðs. En er vér fórum að
íhuga, hvernig þessu augnamiði mætti bezt framgengt
verða, sáum vér, að hið fyrsta, sem vantaði og sem
mest er nauðsyn á nú sem stendur, er skýli yfir leik-
áhöldin, þar sem þau gæti verið hreifingarlaus á milli
þess að leikið er; eða með öðrum orðum, oss fannst
mest þörf á húsi fyrir sjálft leiksviðið með áhöldum
þess, þar sem scenan og öll leikáhöld gæti staðið alltaf
uppsett ár eftir ár. Oss kom því til luigar að leggja
(96)