Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Page 101
Sigurður Magnússon,
Cand. theol.
Árni Eiríksson,
kaupmaður.
innar og fram á aldamót, smækka viðfangsefnin, enda
gengur sú alda yfir, að stuttir skrípaleikar og bros-
grátlegir söngleikar ganga bezt í áhorfendur.
Sum árin var ekkert leikið hér í bæ. Svo var það
veturna 1883—84 og 1884—85. Siðara veturinn ætluðu
nokkrir menn að ráðast í að sýna sjónleika, en bæjar-
stjórn setti blátt bann fyrir að leikið yrði, bar við fá-
tækt bæjarbúa. Fyrri veturinn var Sophus Tromholt í
bænum við rannsóknir sínar á norðurljósum. Hann
segir svo í bók sinni: Breve fra Ultima Thule (Randers
1885): „Stundum — þvi miður ekki i vetur — leika
latínuskólapiltar í sjúkrahúsinu; einstaka brifnir á-
horfendur hafa látið í ljós, að leikarar konunglega
leikhússins þyrftu að fá ferðastyrk til að sjá þessar
fyrirmyndar-leiksýningar og læra af þeim. Það er tjón
að ég skuli fara á mis við svona fyrsta flokks list.“ Á
þetta að vera háð, en undir niðri skín í það, að bæjar-
menn hafa hrósað skólapiltateikurunum í eyru Trom-
holts, svo að honum hefur þólt nóg um.
Þeir, sem stóðu fyrir sjónleikum bæjarmanna fram
(99)