Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Blaðsíða 109
samþykktur af stjórn Iðnaðarmannafélagsins í Reykja-
vík, þeim: Magnúsi Benjamínssyni, Andrési Bjarna-
syni og Ólafi Ólafssyni, enda eru meS samningi þess-
um eignir leiktjaldasjóðs, „peningar, verSbréf, leik-
tjöld, búningar og önnur leikáhöld ásamt stórum skáp,
sem þau eru geymd í“, afhentar Iðnaðarmannafélaginu
til eignar og umráða. Þar er ákveðið, að „hin afsöluðu
leikáhöld skulu fylgja leiksviði því, sem nú er stofnað
i hinu nýbyggða samkomuhúsi Iðnaðarmannafélagsins.
Öll önnur leikáhöld, sem notuð verða á téðu leiksvæði,
er félaginu skylt að eignast og láta fylgja leiksvæðinu
á sama hátt sem hin afhentu leikáhöld, og má ekki ljá
neitt af leikáhöldum þeim, sem leiksviðinu fylgja, til
afnota annars staðar. Leggist leiksviðið niður, skal fé-
lagið, eða hver sá, sem þá verður eigandi Iðnaðar-
mannahússins, skylt til að afhenda öll þau leikáhöld,
sem þá fylgja leiksvæðinu, stjórn leiktjaldasjóðsins,
sem ávallt er formaður bæjarstjórnarinnar í Reykja-
vík, með 2 kjörnum mönnum úr flokki þeirra, er síðast
hafa leikið sjónleika hér í bænum“. Með þessu ákvæði
var þungum áhyggjum létt af ungu og efnalausu félagi,
þar sem annað félag eldra og rikara tekur að sér kostn-
aðarsamt viðhald og endurnýjun leikáhalda, en auð-
vitað gat Iðnaðarmannafélagið krafizt leigu af þessari
eign sinni.
Af stofnendum Leikfélags Reykjavíkur komu frá
Leikfélaginu í Breiðfjörðshúsi: 'Árni Eiríksson, Þóra
Sigurðardóttir, ‘Gunnþórunn Halldórsdóttir, Kristján
Þorgrímsson og Sigurður Magnússon. Indriði Einars-
son, sem verið hafði leiðbeinandi við leika í Breið-
fjörðshúsi, varð og fyrsti leiðbeinandi Leikfélags
Reykjavíkur. Frá Leikfélaginu í Goodtemplarahúsinu
komu: Matthias Matthíasson, Þorvarður Þorvarðsson,
Hjálmar Sigurðsson, Borgþór Jósefsson, Jónas Jóns-
son (Máni), Sigríður Jónsdóttir og'Stefania Guðmunds-
dóttir. í þriðja stað gerðust nokkrir iðnaðarmenn
(107)
/