Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Qupperneq 112
ritum. Vorið 1903 hækkar kveldkaupið upp í 10
krónur, og helzt það óbreytt allar götur til ófriðar-
loka hinna fyrri. Það voru einar 10 krónur fyrir
leikkveldið, sem þau Helgi og Guðrún Indriðadóttir
fengu hvort fyrir að leika Kára og Höllu í
„Fjalla-Eyvindi“. Með sýningunni á „Nýársnóttinni"
1919 hækkaði kveldkaupið upp í 25 krónur. Síðan hef-
ur kveldkaup hjá félaginu ekld hækkað, en verðlags-
uppbót hefur verið greidd. í samræmi við þetta hafa
aðrar kaupgreiðslur félagsins verið, og er það sönnu
næst, að félagsmenn hafi látið hagsmuni sina sitja á
hakanum fyrir öðrum þörfum listarinnar, húsaleigu,
kostnaði við leiktjöld og búninga og öðru því líku,
sem ekki verður fengið með afslætti.
Jafnvel lakara en lágt kaup var slæmur aðbúnaður
leikenda. Kunna hinir eldri menn margar sögur um
það, þegar stórstreymt var i Tjörninni og vatnið flóði
inn í kjallarakompu þá, sem karlmönnum var ætluð til
búningaskipta, stundum i mjóalegg, en oft svo, að ekki
var stígvélatækt. Rottur björguðu sér þá á sundi út úr
holum sínum, eða átu andlitsfarðann, meðan leikar-
arnir voru uppi á leiksviði. Stundum var svo kalt i
húsinu, að leikendur urðu að æfa fyrir leiksýningar
í yfirhöfnum sínum og með belgvettlinga á höndum.
Endurminningar hinna eldri manna eru þó engan veg-
inn beiskjublandnar. Áhugi þeirra fyrir starfinu var
svo mikill, listgleði þeirra svo innileg, að erfiðleik-
arnir gleymdust. Á síðari árum hefur aðbúnaður leik-
enda i leikhúsinu verið stórlega bættur, og má hann
nú heita viðunanlegur.
Því liefur stundum verið haldið fram, að árin 1907
—17 liafi verið glæsilegasta tímabilið í sögu Leikfélags
Reykjavíkur. Þetta má til sanns vegar færa. Félagið
hefur sigrazt á byrjunarerfiðleikum og leikendur þess
hafa öðlazt margvíslega reynslu og þekkingu. Á þessu
tímabili starfar líka með félaginu jafnglæsilegasti hópur
(110)