Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Qupperneq 113
leikenda, sem hér hefur verið. Kristjáns Þorgrimssonar
nýtur enn viS í hlutverkum eins og Kranz birkidómari
í „Ævintýri á gönguför“, en leikurinn var ef til vill
vinsælastur fyrir meSferð Kristjáns á þessu hlutverki.
Árni Eiríksson er upp á sitt bezta, hann skapar þrótt-
miklar persónur allt til þess, er hann féll frá, maSur
á bezta aldri. Jens B. Waage og Stefanía GuSmunds-
dóttir standa í broddi fylkingarinnar, hann sem leiS-
beinandi og fremsti leikari, hún sem fremsta leikkonan
og deilir ekki sessi við neina aðra en Guðrúnu Indriða-
dóttur. Gunnþórunn Halldórsdóttir leikur að vísu ekki
með félaginu, hún hvarf úr þvi 1904 og átti ekki aftur-
kvæmt þangað fyrr en 1930, og Sigurður Magnússon,
einn fremsti leikarinn frá Breiðfjörðshúsi, er farinn til
Ameríku, kemur að vísu aftur til landsins, en er þá
farinn að heilsu og verSur úti á Skóiavörðuholti að-
íangadagskvöld 1924. Jón Jónsson ASils er hættur aS
leika, þegar hér er komið, sestur í kennarastól sinn viS
Háskólann, en félaginu hefur borizt liðsauki frá ung-
um menntamönnum eins og Guðmundi T. Hallgrims-
syni, Boga Benediktssyni, Jóni Kristjánssyni og
Magnúsi Péturssyni, en allir hverfa þeir vonum fyrr
frá listinni. Á hinn bóginn ílengjast í þjónustu félags-
ins á þessum árum leikendur eins og Ágúst Kvaran,
Soffia GuSlaugsdóttir, Óskar Borg, og yngstu leikend-
urnir, börn forvígismanna félagsins, koma fram í ýms-
um barnahlutverkum: Indriði Waage, Anna Borg,
Emilia Borg, Þóra Borg, Dagný Árnadóttir. En þrátt
fyrir valið lið og gróanda í félaginu er það ekki þetta,
sem varpar ljóma yfir tímabilið. Það, sem setur svip
sinn á árin 1907—17 er það, að þá koma fram íslenzku
leikritin. Þá koma fram leikrit Jóhanns Sigurjónssonar:
„Bóndinn á Hrauni“, „Fjalla-Eyvindur“ og „Galdra-
Loftur“. Einar H. Kvaran kemur með „LénharS fógeta“
og „Syndir annarra“, Guðmundur Kamban með
„Höddu-Pöddu“ og „Konungsglimuna“. Á þessum ár-
(111)