Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Blaðsíða 115
am byggðir ísl. í Vesturheimi. Voru það sem eftir var
vetrar sýnd þrjú leikrit við handleiðslu hennar.
Timabilið frá 1922 og fram yfir 1930 er óró og um-
brot í félaginu. Nýjar stefnur gera vart við sig, sem
valda deilum inn á við og út á við. Nýir kraftar eru að
brjóta sig i félaginu. Ýmsir beztu leikendur félagsins,
sem nú eru, koma þá fram í fyrsta sinni. Peirra á meðal
má nefna leikendur eins og Arndísi Björnsdóttur,
Indriða Waage, sem tekur við leikstjórn í félaginu uro
langt árabil, Brynjólf Jóhannesson, Val Gíslason,
Harald Á. Sigurðsson og nokkru siðar Harald Björns-
son, Alfred Andrésson, Öldu Möller og Jón Aðils. í lok
þessa tímabils og enda fram á þennan dag' ber mjög
mikið á átökum milli tveggja meginstefna innan félags-
ins. Úfar rísa fyrst með félaginu og Guðmundi Kamban
út af þessum málum, en síðar efla Haraldur Björnsson
og fylgismenn hans flokk, sem tekur upp vígorð Kamb-
ans um gjörbreytingu á afstöðu leikendanna til leik-
listarinnar. Fram til þessa hafði það verið meginstefna
félagsins og styrkur, að koma fram sem hópur áhuga-
manna, stunda leiklistina i hjáverkum og ætlast rétti-
lega til þess af áhorfendum, að þeir stilltu kröfunum til
leikenda, viðfangsefna og leiksviðistækni i hóf. Hið
nýja sjónarmið var hinsvegar sjónarmið atvinnu-
manna. Þeir viðurkenndu hið góða starf, sem unnið
hafði verið, en þeir héldu þvi fram, að leiklistin væri
komin í sjálfheldu, ef ekki væri farið inn á nýjar leiðir,
krafizt kunnáttu og sérþekkingar af leikendum, en þeir
síðan launaðir eins og liver önnur stétt manna, sem
gegnir mikilvægu starfi í þjóðfélaginu. Deilan um
þetta atriði er ekki á enda kljáð, og verður það senni-
lega ekki fyrr en Þjóðleikhúsið tekur til starfa, en
það talar greinilega sínu máli, að unga fóllcið, þeir,
sem ríkið erfa, flykkist utan til leiknáms, þeir sem það
geta, en aðrir sækja leikslcóla þá, sem teknir eru til
starfa i bænum.
(113)
8