Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Side 116
7.
Hér hefur verið rakin í stórum dráttum saga leiklist-
arinnar í höfuðstað landsins allt til stofnunar Leikfé-
lags Reykjavíkur og nokkuð dvalið við starf þess félags.
Þó öll sú saga hefði verið rækilegar rituð en hér er
gert, væri saga leiklistarinnar á íslandi samt ekki öli
sögð þar með. Ymsir þættir úr leiklistarsögu Reykja-
víkur hafa alls ekki verið sagðir hér að framan. Þeir
eru um ýmis leikfélög, sein starfað hafa í bænum eftir
aldamót 1900, lengur og skemur. Þar má nefna Leikfélag
prentara, leikfélög skólapilta og stúdenta, leiksýning-
ar Tónlistarfélagsins og ýmissa annarra félaga og loks
revyurnar. Þess er enginn kostur að gera verkefninu
skil í stuttu máli, og verður hér við að sitja. En ekki
má skiljast svo við þetta mál, að ekki sé getið hinnar
þróttmiklu þróunar leiklistarinnar utan Reykjavikur.
Eitt af því, sem styður þá skoðun, að gleðileikarnir á
19. öldinni séu réttir arfþegar gömlu gleðinnar, er það,
hve öll alþýða i dreifbýli landsins var fljót að taka við
sjónleikunum, en verulegur hluti íslenzkrar leikritunar
er sprottinn upp af frumbýlingslegu sjónleikahaldi í
sveitum og kaupstöðum landsins. Svo er það um bænda-
leikritin eyfirzku, fjölmargar leikstælingar úr skáld-
sögum Jóns Thoroddsens, hafnfirzku leikritin eftir þá
Þorstein Egilsson og Stein Sigurðsson, eða leikritin
eftir Pál Árdal, Kristínu Sigfúsdóttur og nú siðast leik-
rit frá Eskifirði og Vestmannaeyjum eftir þá: Davíð
Jóhannesson, síra Stefán Björnsson og Loft Guð-
mundsson. Hér er ekki nærri allt talið af þessu tagi. í
Stykkishólmi og á Stokkseyri voru merkilegar leiksýn-
ingar haldnar löngu fyrir aldamót og þar urðu til
leikrit eftir Júliönu Jónsdóttur skáldkonu og Bjarna
Pálsson organista, en það er svo að segja daglegur við-
burður, að inanni berast fregnir af einhverri viðleitni i
þessa átt eða fái til yfirlestrar leilcrit, sem séð hafa
dagsins ljós á ólíklegustu stöðum.
(114)