Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Page 117
Saga hinna einstöku leikfélaga í kaupstööum og
byggðum landsins veröur ekki sögð hér. Hún er lengra
mál en svo, að rekin verði saman i stutta grein. Sam-
kvæmt lauslegri talningu árið 1936 áttu um 20 ung-
mennafélög í sveitum og kaupstöðum samkomuhús með
leiksviði, en 6 félög að auki sýndu sjónleika i þing-
húsum eða öðrum samkomuhúsum. Samkomuhús með
leiksviði voru þá í vel flestum kaupstöðum og öllum
stærri bæjum landsins. Tólf leikfélög sýndu leika það
ár, og að auki ýmis kvenfélög, deildir slysavarnafélaga,
góðtemplarafélög og skólar.
Samtök á milli allra félaga, sem fást við sjónleika-
hald, hefur enn ekki komizt á. Þau verða að koma, til
að létta af liðfáum og fátækum félögum kostnaði og
fyrirhöfn við útvegun leikrita, búninga og leiktjalda —
og siðast en ekki sízt til að halda uppi góðri leiktilsögn
í dreifbýlinu með því að senda þangað leiðbeinendur
og aðra kunnáttumenn í leiklist.
Á böfuðdag 1947. L(írus Sigurbjörnsson.
Úr hagskýrslum íslands.
Mannfjöldi (í árslok). 1945 1946
Reykjavík 46 578 48 954
Aðrir kaupstaðir 24 868 25 251
Kauptún með yfir 300 íbúa 16 140 16 391
Sveitir 42 770 42154
Á öllu landinu 130 356 132 750
Giftir, fœddir, dánir. 1944 1945
Hjónavígslur 993 1 037
Hjónaskilnaðir 72 58
Fæddir lifandi 3 213 3 434
Fæddir andvana 94 65
(115)