Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Side 128
háttur þessi kemur þó enn berara í ljós í erindi Bjarna
rektors Jónssonar til landsnefndarinnar 1771, en þar
segir svo i upphafi erindisins: „Mér virðist ekki aðeins
gagnslaust, heldur og mjög skaðlegt að viðhalda is-
lenzkri tungu.‘“ Bendir Bjarni á, að forðum, er ein
tunga gekk um Norðurlönd, hafi þjóðin verið mikils-
metin. En er íslenzk tunga varð öðrum þjóðum ó-
skiljanleg, varð þjóðin sjálf lítils metin. „Hví ættum
vér þá að halda svo fast við íslenzkuna? Fylgjum dæmi
Norðmanna og Færeyinga. Látum oss taka upp dönsku,
úr þvi vér lútum danskri stjórn og erum í samfélagi
með Dönum.“
Þessi ummæli hafa efalaust fallið vel i geð Þorkeii
Fjeldsted, þótt eigi sé um það kunnugt. Sveinn Sölva-
son virðist hafa ritað Þorkeli á lika leið. Það bréf er
glatað. En hins vegar er til bréf, er Þorkell sendi
Sveini, dags. á Arnarhóli 19. febr. 1771. Því fylgir
kvæði það, sem hér fer á eftir, þar sem Þorkell kveður
móðurmál sitt, íslenzkuna. Kvæðið er fullvel ort og
ber vott um það, að Þorkell hefur, þrátt fyrir allt, ekki
misst tökin á móðurmálinu eftir ellefu ára vist er-
lendis:
Valhallar gömul gylfa speki
gjörist nú forn og stoðar vart;
hennar þótt dýrkun liugann veki,
hjálparlaus samt er lærdómsart.
Aldarháttur er orðinn nýr,
ungdómur sér frá gömlu snýr.
Norna-Gests fræði fyrnast óðum,
felast í dupti Gjúkungar;
hverfur úr manna hugarslóðum
hróp það, sem æptu víkingar.
Mál vort með krafti mektugum
mætir og slíkum forlögum.
(126)