Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Page 129
Ei hryggist ég, þótt ævi-tennur
uppræti fornar skrár og kver.
Mæðulaust orð af munni rennur
i máli því, sem tamast er.
Ellefu ára utanvist
eggjaði mig á Dana list.
Hvorki fordikl né herralæti
hneigja mig til þess sinnis lags
minnkunar drjúgt að merja fæti
málið, sem ungur nam ég strax.
Eg játa það er auðugt, þekkt,
til allra þanka beygjanlegt.
Hyggindi menn ef hagnað nieta,
hví skal ég stundar-komu mann
í minnissæti mál það setja
minnstur sem partur heimsins kann?
Útlendur því ég orðinn er
úttenzku tala byrjar mér.
Smælki.
Tvö ungmenni voru á heimleið úr kvöldskóla. —
Ifver var þessi Neró, sem verið var að tala um? Yar
það hann, sem alltaf var svo kalt? — Ónei, hann
kunni svei mér að halda á sér hita, skarfurinn sá,
og reyndu nú að muna það. Nei, þú munt víst eiga
við hann Zeró. Það var nú annar jaxlinn til.
— Hvernig í fjáranum gat þér dottið í hug að
fara að spyrja konuna, hvernig maðurinn hennar
þyldi hitann?
— Nú, því ekki það?
— Hann, sem dó í fyrra.
(127)