Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1948, Page 131
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og
Þ j óð vinaf élagsins.
Nokkur orð til félagsmanna.
AS þessu sinni eru félagsmönnum látnar í té 5 bækur
fyrir árgjald sitt:
1. Almanak Hins íslenzka þjóðvinafélags um árið 1948.
2. Skáldsagan Tunglið og tíeyringur, eftir W. S.
Maugham, i þýðingu Karls ísfelds ritstjóra.
3. Úrvalsljóð Guðmundar Friðjónssonar með formála
eftir Villijólm Þ. Gíslason skólastjóra. Þetta er sjötta
bókin i flokknum „íslenzk úrvalsrit.“
4. Heimskringla, II. bindi, búin til prentunar af dr.
Páli E. Ólasyni.
5. Andvari, 72. árgangur. Hann ílytur m. a. sjálfsævi-
sögu Stephans G. Stephanssonar.
Félagsgjaldið 1947 er 30 krónur. Var ákveðið að hafa
það óbreytt, þrátt fyrir sivaxandi dýrtíð og mikla við-
skiptaörðugleika. Með þvi að hafa gjaldið áfram svona
lágt vill útgófan gera það, sem unnt er, til að gefa
mönnum kost á að fá enn sem fyrr mikið og gott les-
efni við vægu verði.
Miklir erfiðleikar eru nú framundan um útvegun
pappirs og bókbandsefnis. Allt verður gert, sem unnt
er, til að láta það ekki trufla starfsemi útgáfunnar. Vel
kann þó svo að reynast að einhverju leyti. En útgáfan
treystir því, að félagsmenn taki slikum óviðráðanlegum
erfiðleikum með skilningi og velvild. Jafnframt er
heitið á þá að styðja útgáfuna mcð því að greiða félags-
gjöld sín sem fyrst hverju sinni eftir að nýjar bækur
eru komnar út. Ýmsir félagsmanna hafa sýnt útgáf-
unni vinsemd með þvi að afla henni nýrra kaupenda.
Slikur stuðningur er auðvitað mjög mikils virði og
verður aldrei fullþakkaður.
í nóvember 1947.