Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Side 25
ingar eru ekki nógu nákvæmar til að leiða það í Ijós. Hér má einnig tengja vonir við
hina nýju tækni. Auk þess er alltaf verulegur ávinningur að aukinni mælinákvæmni
og lýsir það sér oftast þannig, að ný sannindi koma í ljós, er voru hulin hinum eldri
ækjum. Hér mætti t. d. hugsa sér, að ef komið væri upp almennu neti mælipunkta
um jörðina, þannig að afstöðuskekkjur væru verulega undir 1 metra, þá gæti endur-
tekning mælinga með fárra áratuga millibili leitt í Ijós aílögun yfirborðsins, er gæfi
beinar bendingar um almenna strauma undir skorpunni, sem menn nú aðeins hafa
óljósan grun um. Það gætu orðið mikilsverðar upplýsingar um núverandi ásigkomu-
lag jarðar og orsakir hins mikla hnjasks, sem jarðskorpan hefur orðið fyrir á liðnum
arðtímabilum.
Góðar og ócfýrar
BÆKUR
í heimilisbókasafnið.
S.l. ár fengu félagsmenn 5 bœkur fyrir ad-
eins 60 kr. samtals. Nýir félagsmenn geta enn
fengið allmikið af eldri bókum mjög ódýrt,
m. a. hinar myndskreyttu landafrœðibœkur
„Lönd og lýðiií, úrvalsljóð íslenzkra skálda,
Þjóðvinafélagsalmanökin, Heimskringlu og
ýmis skáldrit. Félagsmenn eiga ennfremur
kost á að fá eftir eigin vali aukafélagsbœkur
útgáfunnar við 20—30 °/0 lœgra verði en utan-
félagsmenn.
Á þessu ári koma m. a. út bók um Austur-
Asíu (Kína o. fl.) eftir sr. Jóhann Hannes-
son, skáldsaga eftir Nóbelsverðlaunahöfund,
Heimsbókmenntasaga, II. b., Andvökur Steph-
ans G., III. b. og Hvers vegna? Vegna þess!
Biðjið um ókeypis bókaskrá!
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins.
(23)