Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Page 28

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Page 28
meinum. En við hljótum að skipta um stað ekki siður en stund og flytja okkur út fyrir pollinn, því að á íslandi var þá ekkert sjúkrahús. Skurðlækningum varð naumast við komið nema á útlimum, og aflimanir voru þær aðgerðir, sem mest voru tíðkaðar. Sár héldust sjaldan hrein stundinni lengur, heldur hljóp í þau bólga, sem oftast varð igerð, og svo lak gröfturinn úr þeim vikum og mán- uðum saman. Mátti heita vel sloppið, ef sár greri að lokum eftir langvarandi ígerð. Hitt var miklu alvar- legra, þegar fylgikvillar igerðarinnar eða gagnger út- breiðsla hennar kom til skjalanna. Þessi útbreiðsla birtist í ýmsum myndum. Ein þeirra var heimakoman, sem fór eins og eldur í sinu um stór svæði líkamans og breiddist jafnvel frá einu rúminu til annars með þvílíkum hraða, að eftir nokkra daga voru flestir sjúklingar á deildinni sýktir. Húðin varð eldrauð, sótt- hitinn rauk upp úr öllu valdi, og ef sýkingin náði að breiðast til innri líffæra svo sem brjóstliimnu eða heilahimnu, þurfti ekki að leikslokum að spyrja. Drepið eða kolbrandurinn var annar hamur þess- arar ógurlegu spítalapestar. Jafnvel lítil og sakleysis- leg sár gátu umturnazt svo á skömmum tima, að húð, fitulag og vöðvar grotnuðu niður, en viða skein i bert bein, og leið þá sjaldnast á löngu áður en eitrunin frá sárinu eða meiri háttar blæðingar gerðu út af við sjúklinginn. Þegar kolbrandurinn fór sem farsótt um deildirnar, stóðu menn ráðþrota. „Þá má enginn hreyfa hníf,“ er haft eftir einuin skurðlækni þeirra tíma, „þvi að í hvert sár er vísast að hlaupi drep.“ Það var engin furða, þótt menn tryðu því, að illar gufur mynduðust innan veggja spítalans og blönduðu loftið lævi. Þriðja afbrigðið var blóðeitrunin. Sjúklingarnir fengu háan hita með skjálftaköstum og mikilli van- líðan. Sumir duttu út með igerðum hér og þar um likamann, einnig i innri líffærum, en aðrir létust af (26)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.