Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Page 28
meinum. En við hljótum að skipta um stað ekki siður
en stund og flytja okkur út fyrir pollinn, því að á
íslandi var þá ekkert sjúkrahús.
Skurðlækningum varð naumast við komið nema á
útlimum, og aflimanir voru þær aðgerðir, sem mest
voru tíðkaðar. Sár héldust sjaldan hrein stundinni
lengur, heldur hljóp í þau bólga, sem oftast varð
igerð, og svo lak gröfturinn úr þeim vikum og mán-
uðum saman. Mátti heita vel sloppið, ef sár greri að
lokum eftir langvarandi ígerð. Hitt var miklu alvar-
legra, þegar fylgikvillar igerðarinnar eða gagnger út-
breiðsla hennar kom til skjalanna. Þessi útbreiðsla
birtist í ýmsum myndum. Ein þeirra var heimakoman,
sem fór eins og eldur í sinu um stór svæði líkamans
og breiddist jafnvel frá einu rúminu til annars með
þvílíkum hraða, að eftir nokkra daga voru flestir
sjúklingar á deildinni sýktir. Húðin varð eldrauð, sótt-
hitinn rauk upp úr öllu valdi, og ef sýkingin náði að
breiðast til innri líffæra svo sem brjóstliimnu eða
heilahimnu, þurfti ekki að leikslokum að spyrja.
Drepið eða kolbrandurinn var annar hamur þess-
arar ógurlegu spítalapestar. Jafnvel lítil og sakleysis-
leg sár gátu umturnazt svo á skömmum tima, að húð,
fitulag og vöðvar grotnuðu niður, en viða skein i
bert bein, og leið þá sjaldnast á löngu áður en eitrunin
frá sárinu eða meiri háttar blæðingar gerðu út af
við sjúklinginn. Þegar kolbrandurinn fór sem farsótt
um deildirnar, stóðu menn ráðþrota. „Þá má enginn
hreyfa hníf,“ er haft eftir einuin skurðlækni þeirra
tíma, „þvi að í hvert sár er vísast að hlaupi drep.“
Það var engin furða, þótt menn tryðu því, að illar
gufur mynduðust innan veggja spítalans og blönduðu
loftið lævi.
Þriðja afbrigðið var blóðeitrunin. Sjúklingarnir
fengu háan hita með skjálftaköstum og mikilli van-
líðan. Sumir duttu út með igerðum hér og þar um
likamann, einnig i innri líffærum, en aðrir létust af
(26)