Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1957, Side 31
uin. Ekki þótti ástæða til að vanda val sáraumbúða,
þær urðu livort sem var ónýtar eftir fyrstu notkun,
og voru þvi slitin föt og aðrar druslur oftast dregin
fram úr skúmaskotum og rifin niður í umbúðir.
Þannig voru skurðlækningar þeirra tima.
II
Joseph Lister fæddist í litlu sveitaþorpi nálægt
London 5. apríl 1827. Faðir hans var kvekari og vín-
kaupmaður, en vel að sér i ljósfræði, og tókst honum
að endurbæta smásjána að mun. Þegar Joseph hafði
lokið barnaskólanámi, áttu vísindin hug hans allan,
máske ekki sizt vegna þess hve margt hann hafði
skoðað í smásjá föður síns. Hann ákvað að lesa
læknisfræði.
Um þessar mundir voru miklir umbrotatimar í þeirri
fræðigrein. Menn voru sem óðast að leggja niður
margra alda hégiljur og taka upp starfshætti, sem
þá voru í sumra augum fáránlegir, en þykja nú ekki
lengur umtalsverðir. Læknarnir stóðu við rúm sjúkl-
inganna með úr í hendinni og töldu, hve lífæðin
slægi oft á mínútu. Þetta var alger nýjung þá — fyrir
rúmum hundrað árum. Og hitamælir var ekki að
jafnaði notaður, þótt til væri á stöku stað. Menn voru
að vísu hættir að hlæja að hlustpipunni hans Laennecs,
enda var hún orðin þrjátíu og fiinm ára gömul, en
það var þó ekki fyrr en á stúdentsárum Listers, sem
flestir læknanemar áttu slíkan grip. Hlustpipan var
í þá daga tréhólkur, að minnsta kosti 30 cm langur,
þvi að annars áttu flærnar það til að stökkva af
sjúklingnum á lækninn, meðan hann hlustaði.
Þá er enn ótalin byltingin mikla, sem varð i læknis-
fræðinni á námsárum Listers, en það var upphaf
svæfinganna. Fregnir höfðu borizt frá Bandaríkjunum
um skurðaðgerðir framkvæmdar undir áhrifum eters,
°g nú varð kennari Listers, Robert Liston, fyrstur
nianna til þess að taka upp hinn nýja sið i Bretlandi.
(29)